Birtingur - 01.01.1957, Side 48

Birtingur - 01.01.1957, Side 48
einu verulegu hreyfinguna síðan Abbey-leikhúsið var upp á sitt bezta. Verk Tennesee Williams, Arthurs Millers og Cliffords Odets eru nú stöðugt á skrám stærri og smærri leikhúsa um allan heim. Þessir höfundar eru ómyrkir í máli, taka vægðarlaust til krítískrar athugunar veilur nútímaþjóðfélags og segja söguna af drepandi raunsæi og demóniskum krafti. Þeir nota leiksviðið oft á nýstárlegan hátt og beita ýmsum tæknilegum brögðum, sem sum eru fengin að láni úr kvikmyndum. En þó er ekki hægt að segja, að þeir fleygi leikrituninni mikið fram á við. Þeir nálgast viðfangsefnin á hinn hefðbundna hátt, og grundvallarhugsunin, sem á bak við liggur, er hin sama og áður. Þó er eins og Tennesee Williams hafi reynt að fara inn á nýjar brautir, þegar hann skrifaði Camino Real, enda hefur það hlotið minnstar vinsældir verka hans. I því kastar hann fyrir borð miklu af þeirri köldu lógik, sem öll leikrit ætlar að drepa, sleppir sögunni um unga elskendur, sem annars eni oftast taldir nauðsynlegir, en byggir verkið aðallega á þjakandi innilokunarkennd, sem ríkir í ímynduðu lögregluríki í miðri eyðimörk i Suður-Ameríku, að mig minnir. Venjan er sú í betri leikritum, að rakinn er ferill einnar persónu eða hóps að ákveðnu atviki, sem markar hápunkt leiksins. Dramað er nú fólgið í því, að áhorfandinn samhryggist eða samgleðjist eftir atvikum söguhetjunum, að athuguðum öllum þeim aðdraganda, sem mestum hluta verksins hefur verið varið til að útskýra. 1 ,,dýpri“ leikritum, eins og þau eru nefnd, þarf oft meira en meðalskarpleik, sálrænt innsæi og rökfimi til að komast að réttri niðurstöðu um ætlan höfundar og yfir leitt til að fá botn í leikinn. Þá þykir dramatískt verk stórkostlegast, er einfaldir áhorfendur geta velt því fyrir sér mánuðum saman án þess að fá nokkurn tíma rökrænan botn í það. í fjórar aldir hafa spekingar deilt um það, hvort Hamlet hafi verið brjálaður eða ekki. Frá mínu sjónarmiði eru þessir menn í geitarhúsi að leita ullar. Hvers vegna megum við ekki fá list, sem skírskotar beint til tilfinninganna ? Ef við viljum skerpa hugann, getum við teflt skák, ráðið krossgátur eða farið á pólitíska fundi. Á síðari árum hafa listamenn verið meira og meira að kasta frásagnarkvöðinni fyrir borð. Ljóð eða málverk þurfti ævinlega að segja samhangandi sögu eða skýra í smáatriðum frá atviki eða útliti hlutar. Nú byggja menn verk sín meira á hugblæ og skírskota umbúða- og útskýringalaust til tilfinninganna. Bertolt Brecht hefur, að því er virðist, í leikhúsi sínu í Austur-Berlín skapað mjög sérstæðan stíl bæði í leik og leikstjórn. Hann er þar upþhafsmaður að ýmsum nýjungum, sem sennilega eiga eftir að ryðja sér til rúms í leiklistarheiminum, þótt svo hafi enn ekki orðið. 1 þessu leikhúsi mun áhorfndinn reka sig á hugmyndir, sem sóttar eru til Forn-Grikkja og Kínverja, enda segist Brecht sjálfur hafa myndað teóríu sína eftir nákvæman lestur leiklistarsögunnar- Það er eðlisgalli leiklistarinnar, að hún er háðari hylli fjöldans en aðrar greinir listar. Hver leiksýning hefur í för með sér mikla fjárfestingu, sem endurgreiðast verður af áhorfendum. Málari þarf ekki að leggja í aðra fjárfestingu en þá, sem strigasnudda og nokkrar litatúbur kref jast. Og ef verkið ihlýtur ekki hylli, er ekki annað í 34
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.