Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 10

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 10
Mýrum, á svipuðum slóðum og Pourquoi Pas? fórst. Við vorum á kola- veiðum á Jakobi gamla fjórir saman: formaðurinn Magnús Gíslason, heyrnarlaus maður af Suðurnesjum, sextán ára piltur frá Aðalvík og ég. Þarna var allt fullt af draugsskap. Einu sinni þegar við vorum að hætta veiðum seint um kvöld sáum við Ijósabauju úti í myrkrinu. Við héldum það væri bauja sem við höfðum lagt út og byrjuðum að sigla á hana, en hún vék alltaf undan með kynlegum hætti. Við undruðumst það ekki í fyrstu, héldum að hana bæri undan straumi. En þegar við höfðum elt hana upp undir hálftíma án þess drægi sundur eða saman, fæ ég hugboð um hvers kyns sé og segi við Magnús: Snúum við, þetta er draugabauja! Við fórum nú að fikra okkur út, ég var til rórs, en Magnús fór fram í og lagði sig. Eftir nokkra stund sé ég allt í einu að hann endastingst upp úr lúkarskappanum á skyrtunni og sokkunum, með axlaböndin laf- andi niður á hæla, hendist aftur dekkið og verður hundblautur af ágjöf- inni. 1 sömu andrá finn ég að það er einhver djöfulskapur framundan, snarsný bátnum í stjór, Magnús kastar sér á stýrið með mér, og Jakob gamli skríður með skerjum gegnum fossandi brimlöður frá Bótaskerjum. En það er af Magnúsi að segja, að hann hafði vaknað við að kallað var með þjósti niður í lúkarinn: Varaðu þig á henni Bóthildi! — Þetta atvik hafði ég sem sagt í huga. En hvað geturðu sagt mér um þjóðfélagskvæðin? Ég var stútfullur af hugmyndum um nytjakveðskap á stríðsárunum, og eiga þeir mesta sök á því Nordahl Grieg og Ási í Bæ. Ég held áfram að blaða í bókinni, staðnæmist við Grafarljóð. Þá er nú þetta ekki beinlínis ort af þörf! segir Stefán Hörður með mein- legu sjálfsháði í svipnum. Ég orti það skömmu áður en ég skilaði hand- riti, var á gangi meðfram gamla kirkjugarðinum og datt þá í hug að líklega mundi afbrýði geta náð yfir gröf og dauða: Það vex rytjupuntur og grasnál á þinni gröf, sem gulna fer, því haustnóttin rábýr sín skip .... Þetta eru þrjú smáerindi og síðustu tvær línurnar fóru mjög í taugarnar á öllum ritdómurum, sem sögðu að þetta hefði orðið helvíti gott kvæði, ef ég hefði haldið áfram að vera sentímental, en ég þurfti einungis að ljúka kvæðinu, og nú mundi ég aðeins nota sömu tvær línur, ef ég ætlaði að yrkja jafnlangt kvæði: Kannski ertu nú, þar sem steinmerkin rísa stolt, á stefnumóti við framliðinn kaupsýslumann. Þú tekur stjúpmóðurlega á börnum þínum, segi ég við Stefán Hörð. Hvað um Morgunsól? Hef aldrei skilið upp né niður í því ljóði, svarar hann: kannski það sé 8 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.