Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 54

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 54
sinni. öll ný reynsla krefst að hans dómi nýrra tjáningarforma, en þau veríur að velja með hliðsjón af þeim fyrirrennurum sem bezt hafa gert. Ef endurnýjun á að heppnast, verður hún að vera skilgetið af- kvæmi lifandi hefðar. Árið 1917, ár tveggja byltinga og borgarastyrjaldar, orti Pasternak ljóðin sem birtust ekki fyrr en 1922 undir heitinu Lífið, systir m í n. Þessi bók gerði hann frægan. Hann var búinn að finna sinn eigin tón. Hann hafði lært af symbólistum og síðrómantískum skáldum, en varazt gönuskeið sumra félaga sinna í fútúristaklíkunum. Nú kom hann fram sem fullmótað skáld, nýstárlegur og ferskur. Nýjabragðið er ekki fólgið í afbrigðilegu formi, Pasternak heldur hrynjandi og rími i ljóðum sínum og beitir af miklu listfengi. Það sem hann kemur með er ný heimssýn, samþjöppuð skynjun þeirra atvika og þeirra atriða sem máli skipta, móttekin með öllum skilningarvitum samtímans. Þessi Ijóð geta verið torskilin í fyrstu, vegna þess að tengiliðum er sleppt, setningaskipunin er óregluleg, strengir málsins eru knúðir til hins ýtr- asta. Líkingar eru frumlegar og markvissar. í Skilgreiningu ljóðlistar- innar segir Pasternak: Hún er snarhækkandi blístur. Hún er brestirnir í krömdum grýlukertum. Hún er frosið lauf náttlangt. Hún er tveir næturgalar að syngja einvígi. Hún er bælda baunagrasið. Hún er tár heimsins á öxl. Að vísu hefur Pasternak látið svo ummælt nýlega, að hann meti einskis stíl sinn fram til 1940, en hvað sem því líður er svipurinn sá sami yfir ljóðum hans frá Lífið, systir mín til ljóðanna sem fylgja Síva- gó lækni. Það sem gerzt hefur er að skáldið hefur náð æ fullkomn- ari tökum á yrkishætti sínum, svo að honum tekst því betur að tjá sig á einfaldan og auðskilinn hátt sem lengra líður. Sjálfur segist hann hafa vanmetið einfaldleikann og hneigzt til skrautlistar á yngri árum. öll ljóð sem Pasternak hefur látið frá sér fara rúmast í einu ekki ýkja stóru bindi. Stef og tilbrigði komu út 1923, fjórir þættir í óbundnu máli 1925. Tvær ljóðabækur, Árið 1905 og Scmidt undirfor- ingi, söguljóð um efni úr byltingunum tveimur, komu út árið 1927. 1931 birtist Griðabréf, sem réttara er að telja þi-oskasögu en sjálfs- ævisögu, og Pasternak kallar nú „stórgallaða . . . af óþarfa sérvizku“. Næsta ár komu tvö Ijóðasöfn, Spektorskí og Endurfæðing. Heildarútgáfur ljóða hans komu út 1933 og 1936, en ný ljóðabók kom ekki fyrr en 1943 og heitir hún Með morgunlestum. Ljóð ort á árum heimsstyrjaldarinnar síðari komu út 1945. 52 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.