Birtingur - 01.01.1959, Side 74
— Segðu frá.
Hann yppti öxlum.
— Ég kæri mig ekki um að muna hitt.
— Er það margt?
— Nóg fyrir mig!
— Það er skrítið.
— Hvað?
— Hvað við vitum lítið hvort um annað.
— Lítið?
— Já, skelfing lítið. Þú breytist með hverjum degi.
— Þú vilt heldur aldrei hlusta á, þegar ég rifja upp endurminningar mín-
ar. I hvert sinn, sem ég ympra á því biðurðu mig að hætta.
— Ég vil heyra eitthvað annað.
— Já, en þetta er það sem mestu máli skiptir.
— Ég vil, að þú gleymir þessu. Það er það, sem ég vil fyrst og fremst
gera fyrir þig. Hugsaðu ekki um það, Pietrek.
— Hvað viltu þá vita um mig?
— Til dæmis um hvað þú ert að hugsa núna?
— Og ef það er nú heimskulegt?
— Þá er það bara heimskulegt! Maður fer ekki út í skóg með Einstein.
Segðu það!
Hann settist með spenntar greipar um hnén og horfði til himins. Vanga-
svipur hans var skýr, rólegur í ungæðislegri festu sinni.
— Ég er að hugsa um hvenær þetta kveljandi ástand taki enda, stefnu-
mótin á kaffihúsunum, í görðunum, í kvikmyndahúsunum .. . Hann lok-
aði augunum og það kom sársaukagretta á munninn. — Þak yfir höfuðið,
sagði hann. — Bara örlítinn reit út af fyrir okkur, Agnieska. Vera með
þér í viku; dag og nótt með þér. Eftir það mundi ég deyja ánægður. Það
voðalega er, að hverjum degi sem ég er án þín er rænt úr lífi mínu. Og
hvað eru þeir ekki orðnir margir? Og hvað eru margir eftir? Fyrst öll
árin sem ég á að baki og nú þetta endalausa flakk . . . Enginn færir mér
aftur þá daga, enginn þeirra kemur aftur. Hvað gætum við ekki verið
búin að eiga marga góða daga? Heldurðu, að það sé hægt að halda þessu
lengi áfram?
— Ekki tala um það, Pietrek.
— Stundum fæ ég mig ekki til að trúa því, sagði hann. — Við erum ein,
yfirgefin, skilurðu? Og hvernig sem við biðjum mun enginn rétta okkur
hjálparhönd; og ég veit heldur ekki hvern ætti að biðja. Sýnilega getur
enginn gefið okkur þennan litla reit. Við verðum að bíða. Alltaf að bíða,
og bíða lengi. 0g beri svo biðin á endanum einhvern árangur, þá höfum
við áreiðanlega ekki þrótt til að njóta þess. Furðumargir lífdagar ganga
manni úr greipum að óþörfu. Það er verst,
72 Birtingur