Birtingur - 01.01.1959, Side 68

Birtingur - 01.01.1959, Side 68
þegar ég opna augun sé ég bara móta fyrir rúmi Zawadskis og loftinu. Ég heyri hvernig drýpur úr krananum. Getið þið ekki látið gera við þennan krana? Og svo ligg ég tímunum saman án þess mér komi dúr á auga. Ef bíll stansar við húsið, fer ég framúr og geng að glugganum. Ég ímynda mér að hún stígi út úr bílnum og komi upp til mín og þessi óþolandi kvöl taki enda. Ég tel skrefin í stiganum, skuggana og radd- irnar. Fáið þið nú ekki gert við þennan krana á morgun? — Jú. Hann þagði. Svo ýtti hann giösunum til barþjónsins. — Einn enn, sagði hann — og vatnsglas ... — Er þetta nú ekki nóg í kvöld? sagði barþjónninn. Hann leit spyrjandi á Agniesku. Hún hristi höfuðið. — Gjöra svo vel að skenkja, sagði hún. Barþjónninn fyllti glösin og fór. Grzegorz sat þögull. Tveir rosknir menn skáluðu. — Við skulum drekka dús! Ég heiti Wacek, en þú? — Jósep. — Jósep hvað? Pilsudski? — Nei. — Jósep hinn? — Ekki heldur. Jósep Kwiatkowski. — Gott, við skulum skála. — Skál! Hljómsveitin lék tangó. Agnieska dró tjaldið milli barsins og salarins til hliðar og horfði á dansfólkið. Lágvaxinn maður við hlið hennar sagði: — Ég er farinn mína leið. 1 þessu landi á maður um tvennt að velja: að vera drykkjurútur eða hetja. Venjulegt fólk hefur hér ekk- ert að gera. Adieu! Hann borgaði og fór. — Er fimmtudagur í dag? spurði Grzegorz. — Nei, nú er kominn föstudagur. — Til sunnudags! sagði hann. — Geti maður bara haldið það út til sunnudags. Þá er allt í lagi; eður ei. Ég verð að fá viku til að hugsa mig um, sagði hún við mig. Það eru ennþá eftir tveir dagar, þrír dagar. Verði hún ekki komin á sunnudagskvöld þýðir það, að allt er búið ... Og þá ... — Hvað þá? spurði hún snöggt. Hann leit upp og horfði beint framan i hana. Hann þagði um stund. — Ekkert, sagði hann. — Ég held bara áfram að lifa. Það er raunveru- lega það versta við það. — Það er naumast orðið það versta fyrir mann, sem er ekki nema tuttugu og fimm ára gamall, sagði Agnieska. Hann bandaði frá sér með hendinni. — Hvað kemur það málinu við? sagði hann. Það kom fyrirlitningarsvipur á andlit hans. — Og þaraðauki: hver er tuttugu og fimm ára í dag? Og hvaða máli skiptir það? Hvaða gagn hef ég af staðreyndum? Þú ert þó ekki svo vitlaus að ætla að fara að segja mér, að ég eigi allt lífið fram- undan, að þetta komi allt saman, og svo framvegis og svo framvegis. Þessu trúir engin lifandi manneskja lengur í alvöru. Hver einasta mann- leg tilfinning er heilög og það er engin trygging fyrir því, að það detti í mann aftur á ævinni að geia sig að fífli með því að gefa annarri veru f)f> Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.