Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 16

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 16
vinnubækur, girnilegar til fróðleiks. Þetta eru mestmegnis örþunn teikni- liefti af þýzkum uppruna, full af liprum teikningum. Ein bókin sker sig þó úr. Hún er vandaðii að ytri gerð, kjölurinn þykkri og ávalari. Snorri hefur líklega gripið til hennar af því að önnur var ekki við höndina. Þetta er nefnilega bókhaldsbók. Samt hefur hún komið að góðum notum. Með því að blaða í henni fræðumst við um marga hluti, sem fólk kann lítt skil á nú á dcgum. Teikningar af herskipum Bandamanna og Þjóð- verja fylla síðu eftir síðu og á einum stað birtist kóngur Englendinga ljcslifandi. En við veiðum líka áþreifanlega vör við, hvernig hinn ungi málari dregur upp blæbrigðaríka línu mannshöfuðs og lyftir ekki hend- inni af pappírsblaðinu fyrr en hann hefur lokið við að skapa mynd, sem er sjálfri sér ncg. í nánum ætternistengslum við teikningar bókhalds- bókarinnar og teikniheftanna er örlítil landslagsmynd. ,,Hús í skógi“ heitir hún og er ekki nema sautján og hálfur sinnum ellefu sentímetrar að stærð. Hún er máluð með vatnslitum á pappaspjald það herrans ár 1912, þegar málarinn er aðeins ellefu ára. Ég fæ ekki betur séð en að þessi litla vatnslitamynd og systur hennar frá æsku og unglingsárum Snorra staðfesti grun, sem hefur verið að búa um sig innra með mér lengi: að list hans sé enn fyllri þegar hann leggur lit við teikninguna. íOg mætti ég taka dýpra í árinni. Þær benda óneitanlega til þess, að málarinn hafi unnið áreynslulítið frá fyrstu tíð. Nú má ekki skilja orð mín þannig, að ég telji, að Snorri hafi ekki orðið að leggja mikla vinnu af mörkum við sköpun mynda sinna. Þvert á móti. En þar sem flestir urðu nauðugir viljugir að sætta sig við tiltekna lausn, voru honum margir vegir færir. Snorri virðist einmitt hafa unnið ósleitilega öll unglingsárin. Hann ferðaðist eitthvað um landið, teiknaði brýr og vegi, sem urðu á leið hans, málaði hús, fjöll eða hríslu á brekku- brún. En langoftast leitaði hann fyrirmynda í borginni, sem var æsku- heimkynni hans og þar sem hann dvaldist mestan hluta ævi sinnar. Við sjáum í myndum hans handrið í gömlu timburhúsi, myndskreytta stofu í húsi foreldranna, báta við bryggju niðri við höfnina. Þangað sækir hann söguefnið í „Willemoesmyndina“ (22x30i/2 sm., 1917), sem lengi hefur yljað mér um hjartarætur ekki einungis vegna þess, að hún snertir strengi málarans í brjósti mér, heldur af því, að þarna hefur Snorri haldið til haga rauðgulum og brúnum litum án þess að væmni gæti í hljómi þeirra og vegið hlutföll af ótrúlegu öryggi. 1 byrjun marzmánaðar 1923 fór Snorri utan til Kaupmannahafnar og hugðist dvelja þar við nám. Danski málarinn Viggo Brandt varð kennari hans um skeið og síðan nokkrir aðrir en síðla árs 1925 hvarf hann aftur heim til Islands. Tveim árum síðar hélt hann til Noregs og settist í Listaháskólann í Osló sem nemandi Axels Revolds prófessors. Þarna fundu kennari og nemandi hvor annan. Revold var í augum Snorra bæði 14 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.