Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 65

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 65
Hún gekk í veg fyrir hann og snéri lyklinum í skránni — Það er bai’a að þú finnir hann, sagði hún. Síðan setti hún föður sinn með valdi niður í stól og tók af honum hattinn. — Það er sko ekki hlaupið að því. Og þrasið í þér gagnar heldur ekki. Hann drekkur aftur á morgun. Láttu hann í friði. — Hvers vegna? — Hann er svo einmana. — Hvers vegna? — Hann er ástfanginn. — Hann á foreldra, heimili og systur. — Nei, hann á ekkert nema kvölina. — Hvaða kvöl? — Það kemur honum einum við. — Á ég þá að sitja rólegur og bíða meðan sonur minn veltist um á knæpum? Faðirinn reis á fætur og seildist eftir hattinum. Hann lamdi í borðið. — Nú er nóg komið! sagði hann. — Nú fer ég og sæki hann með valdi. — Sækir, endurtók Agnieska. — Heim þar sem mamma liggur sívolandi og þú situr með blýantinn og reiknar út hvernig þú gast keypt sextíu lítra af vodka fyrir launin þín fyrir fimmtán árum og að nú hrökkva þau ekki einu sinni fyrir tuttugu litrum. Heim þar sem har.n hefur ekki svo mikið sem hornkrók útaf fyrir sig. Heim til foreldra, sem skilja það ekki enn þann dag í dag hvernig þau hafa farið að því að lifa saman tuttugu dauðans leiðinleg ár. Heim þar sem enginn munur er gerður á krossinum og mynd Stalíns svo maður veit naumast hvað er hvað. Er þetta heim- ilið, sem þú ætlar að bjóða honum? Hann þagði og sat kyrr og álútur. Hann spennti greipar um hné sér svo fast að hnúarnir urðu hvítir eins og á múmíu. — Hvað á ég að gera? sagði hann eftir stundarþögn. Hann tók hattinn og lagði hann aftur frá sér. — Hvað á ég að gera? sagði hann aftur. — Ég vil ykkur ekki nema vel. t— Láttu það ekki á þig fá, sagði hún. — Á sunnudaginn ferðu í veiði- túr. Ég skal fara og leita að Grzegorz. Hún fór frarn á ganginn, klæddi sig í kápuna og stakk lyklinum í vas- ann. Faðirinn sagði biðjandi: — Vertu fljót ... Guð minn góður, bara að sunnudagurinn færi að nálg- ast ... — Ef stúlkan hans skyldi koma, sagði Agnieska — þá biddu hana að skilja eftir boð. — Agnieska, sagði faðir hennar — heldurðu að hún komi nokkuð? Hún stansaði í dyrunum. — Nei. Fíirtingur 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.