Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 64
— Hann?
— Já.
Maðurinn brosti óhugnanlega.
— Deginum ljósara, sagði hann — þetta var svosem ekki geðslegur
verknaður, sem hann hafði unnið. Hann hefði jú getað orðið sér úti um
byssu og afgreitt hana á venjulegan hátt. Þetta fylgdi honum einhvern
veginn. Hann eigraði um búðirnar og muldraði í sífellu: ,,Ég fullnægði
henm í eitt skipti fyrir öll.“ Á endanum varð hann vitlaus. Einn daginn
skar hann sig á háls með rakhníf á klósettinu. Góða nótt. Hvar er
Grzegorz?
— Veit það ekki, sagði Agnieska. — Áreiðanlega einhvers staðar á
fylliríi.
— Á hann alltaf von á henni?
— Já, alltaf.
— Það er fallegt, sagði Zawadski. — Góða nótt.
Hann fór. Fótatak hans glumdi í stiganum. Hann tók mörg þrep í einu
eins og unglingur. Slagsmálunum niðri á götunni var lokið. Drykkju-
rútarnir féllust í faðma. — Hvers vegna réðstu eiginlega á mig, Wictek?
drafaði annar. Röddin var ungleg. — Lífið er nú einu sinni svona, svar-
aði hinn. — Það er búið og gert, bætti sá þriðji við. Hann dró hina tvo
til sín og kynnti þá. — Má ég kynna: félagi úr hernum — félagi úr hern-
um. — Núsvo, sagði annar og fnæsti. — Okkar maður .. . Þeir leiddust
allir þrír og gösluðu útyfir stjörnur himinsins í forinni.
„Búið,“ hugsaði Agnieska. Hún lokaði glugganum og settist við borðið.
Faðir hennar kom fram í eldhúsið. Hann var í gömlum jakka úr heima-
ofnu klæði. Á höfðinu var hann með dökkan hatt og bómullarklút um
hálsinn. Engin af þessum flíkum virtist í nokkru sambandi við aðra.
— Ég fer að sækja Grzegorz, sagði hann. — Móðir þín er alveg tryllt.
— Hvar ætlarðu að leita að honum? spurði Agnieska og gekk til föður
síns: hún var hærri en hann og virtist sterkari. Við hlið hennar var hann
eins og skrælnaður runni hjá ungu tré. Hún leit á hann og hnyklaði
brýnnar. Blikið hvarf skyndilega úr augum hennar eins og þegar neisti
er byrgður með hendi. — Hefurðu hugsað þér að draga hann út af
knæpunni?
— Já, sagði hann. Hann tvísté og hafði einhverra hluta vegna hendurnar
fyrir aftan bak. Hann barðist við að setja einbeittan svip á fölleitt and-
litið. — Ég skal draga hann út af knæpunni, sagði hann — og ég skal
taka svo til hans að hann gleymi því ekki strax.
— Stefan, kallaði móðirin veikri röddu — ertu ekki að fara?
— Jú, sagði hann — ég er rétt að fara, góða. Hann lagaði hattinn og
gekk til dyra.
— Augnablik, sagði Agnieska.
62 Birtingur