Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 50

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 50
myndskreytti ýmsar skáldsögur hans jafnóðum og þær birtust í tíma- ritum. Upp frá þessari kvöldstund til 18 ára aldurs lifði Boris og hrærðist í tónlist. Hann hafði þó einnig lifandi áhuga á málaralist föður síns og öllu því af sama tagi sem gat að líta í myndlistarháskólanum. Þar voru hæg heimatökin hjá Pasternaksystkinunum. Nokkru eftir að þau komu í kennaraíbúðina var byggð við húsið vinnustofa fyrir Trúbeskoj, fræg- an myndhöggvara sem nýkominn var heim frá útlöndum. Viðbyggingin lenti fyrir eldhússgluggann hjá Pasternakfjölskyldur.ni, og þar sem áður hafði verið útsýn út í húsagarðinn gat að lita myndhöggvarann að starfi og fyrirmyndir hans, allt frá börnum og léttklæddum dans- meyjum til alvopnaðra kósakka á hestbaki. En list móðurinnar ríkti í huga Borisar. Hann lærði hjá lienni og síðan öðrum færum kennurum. Átrúnaðaigoð hans og fyrirmynd varð tónskáldið Alexander Skrjabín, nágranni fjölskyldunnar og vinur föður hans. Hann drakk í sig al- glevmisþrungna tónlist Skrjabíns og ofurmennishugsunarhátt. Tónlist- arnámið, og þó einkum tónsmíðin, varð honum ástríða. I heimahúsum og í menntaskólanum var gengið að því vísu, að lífsstarf Borisar væri þegar ákveðið, hann ætlaði sér að verða tónskáld. Fyrir þessar sakir var tekið vægilega á því, þótt hann væri duttlungafullur heima og slægi slöku við námsgreinirnar í menntaskólanum. Hann náði prófi og inn- ritaðist í lagadeild Moskvuháskóla. Þegar Pasternak var 18 ára kom Skrjabín heim eftir sex ára utanlands- vist. Tónskáldið unga lék fyrir hann tónsmíðar sínar og hlaut kærkomna uppörvun og hvatningarorð meistarans ásamt ráðleggingu um að leggja lögfræðina á hilluna og snúa sér að heimspeki, sem væri tónskáldi miklu nauðsynlegri. Hrós Skrjabíns var gott, en það fékk ekki ráðið bót á því sem farið var að gera Boris tónlistargáfuna að kvöl, hann hafði komizt að raun um að hann hafði ekki óskeikult tóneyra, en það hafði móðir hans. Hann sagði Skrjabín frá þessu, en hann gaf ekkert út á það. Þá komst Boris að því af hendingu, að meistari hans var sama ann- marka undirorpinn. Því hafði hann ekki bent lærisveini sínum á það, til að eyða efasemdum hans? Á því fékkst aldrei nein skýring, en Boris var hjátrúarfullur frá barnæsku og taldi, að nú hefðu örlögin gefið sér vísbendingu. Hann færði sig yfir í heimspekideild háskólans eins og Skrjabín hafði ráðlagt, en sneri algerlega baki við tónlistinni, sótti ekki einu sinni tónleika næstu árin. Tónlistarferill Borisar Pasternaks varð því endasleppur og aldrei annað en undirbúningurinn, en að honum hefur hann búið alla ævi, það sem hann lærði í tónsmíði setur svip sinn á skáldskap hans. Einstök klið- mýkt og rímsnilld, sem enginn þýðandi hefur enn treyst sér til að reyna að leika eftir á óskyldu tungumáli, eiga tónlistarþjálfuninni mikið að 48 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.