Birtingur - 01.01.1959, Page 56

Birtingur - 01.01.1959, Page 56
MAREK HLASKO er ungur Pólverji, aðeins tuttugu og sex ára gamall en þó orðinn víðfrægur rithöfundur. Það er naumast þöi'f að kynna hann frekar en bók hans ÁTTUNDI DAGUR VIKUNNAR gerir, en fimm fyrstu kaflar hennar birtast hér á eftir og sagan öll kemur væntanlega út á íslenzku bráðlega. Ef hún er vel lesin skilja menn þar fleira en sagt verður í löngum skýringum. En sú bók hefur naumast átt því láni að fagna hingað til að vera vel lesin. — Þar er til að taka, að síðastliðið vor forhljóp höfundur sig til Þýzkalands á eftir leikkonu, sem hann var eitthvað uppljómaður af. Þegar það kom líka í ljós að eitthvað var ekki í lagi með vegabréfið hans voru þeir aumkunarverðu fáráðlingar, sem hafa atvinnu af því að ljúga í auð- valdspressunni ekki lengi að ranka við sér. Hér var kominn pólitískur flóttamaður. Atvinnurógberar tóku nú til við að lesa verk hans. En sú manntegund var einmitt ólíklegust til að skilja — þetta er einmitt sama manntegundin og sífelldlega finnur sig knúða til að skýra verk fyrir öðr- um af því þeir skilja þau ekki sjálfir og gera sér ekki grein fyrir því að bók, sem er einhvers virði er annað og meira en tilviljun. Og skýring- arnar urðu eftir því. Þeir héldu, að bókin væri ekki um annað en hús- næðisleysi og kynferðismál og lásu á furðanlegustu stöðum sannanir á skoðunum yfirboðara sinna, sem öll söguþróun er löngu búin að dæma ómerkar. „En alla hluti skildu þeir jarðlegri skilningu því að þeim var eigi gefin andleg spektin", segir Snorri. Þarna er húsnæðisleysi, þarna er eymd, svona er sósíalisminn, þarna er fangelsi, segja þeir og skilja ekki að fangelsið er tákn annars fangelsis, sem ekki er af neinu efni og nógu rúmt til þess, að sálir, sem ekki finna til þrengsla í dálkum auðvaldsblað- anna, skynja aldrei veggi þess. Og enn halda þeir áfram að skýra eins og þeir einir geta skýrt, sem ekkert skilja, því þeir skilja ekki þau víð- erni, sem hér er verið að skrifa um — manneskjuna á tuttugustu öld og tuttugustu öldina í manneskjunni. Sjóndeildarhringur þeirra nær ekki út yfir þá pólitísku svínastíu, sem þeir eru aldir upp í. En rógur þeirra hefur samt orðið til þess að gera Hlasko svo vin- fáan í heimalandi sínu, að það er líklega ekki árennilegt fyrir hann að snúa heim í bráð þó hann hafi margtjáð sig fúsan þess. Og þá er það næsta vers: að hamra á því að hann vilji ekki fara heim. En ég vil ráð- leggja þeim, sem trúa því í alvöru að Hlasko hafi verið að flýja á náðir „vestræns frelsis“ að lesa viðtöl, sem birst hafa við hann eftir að hann var búinn að anda því að sér um tíma. En hér er þá sagan handa þeim, sem vel vilja lesa að njóta hennar en hinum verður hún sjálfsagt kærkomið tækifæri til að verða sér til skamm- ar eins og annars staðar þar sem hún hefur birst. Þ. Þ. 54 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.