Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 34
fornum tréskurðarmyndum, málverk sem voru á að líta sem mismunandi
raðir af tilskornum kubbum eða flötum.
Nú tóku menn að gefa gaum þeim tilfinningum eða kenndum sem litur
og form gátu vakið innra með manninum, ofan eða handan við lit og form,
dularfullum, óvituðum, jafnvel draumkenndum. Það þarf engan að undra
að þessi bylting var fremur verk skáldanna en málaranna, að minnsta
kosti áttu þau frumkvæðið. André Breton birti Súrrealistaávarpið í
París 1924, en það hafði geysisterk áhrif langt inn í raðir málaranna.
Samhliða þessum meginstraumum runnu aðrir. Einkum hefur ein hreyf-
ing styrkzt á seinustu árum. Hún er í raun ekki annað en úrvinnsla úr
öllu sem fundið hafði verið á undanförnum áratugum. Þó eignast hún
sína eigin talsmenn, sem auðga hana að nýjum hugmyndum frá eigin
brjósti. Hún leggur megináherzlu á skipan myndforma og lita, sem eiga
að spretta beint innan úr dýpi sálarlífsins og lýsa hreinni innri reynslu.
Náttúrustælingin er algerlega felld í burtu, málaralistin er sett á borð
með hljómlistinni. Þetta er það stig þróunarinnar sem við stöndum við
í dag, og kallað hefur verið abstrakt list.
Hafa verður í huga að nútímalist er í eðli sínu ,,tabula rasa“, algert
endurmat á öllum þeim hugmyndum, sem gilt höfðu um list til þessa,
tilraun til þess að byggja frá grunni. Hún er eðlilegt andsvar við hug-
myndafræði natúralistanna, sem var að drepa sjálft verkið og einkum
þó litinn.
Hann var ekki lengur stilltur saman við aðra liti eftir því lögmáli og
tilfinningu sem slíku ræður og skapar listræna heild, heldur var hann
notaður til að stæla annan lit sem málarinn hafði séð í náttúrunni. Enda
ber einmitt það mest á milli nútímamyndar og myndar frá öldinni á
undan, að nútímamyndin á sér eins og líf í sjálfri sér, en hin er ávallt
háð fyrirmyndinni. Þar með er vitanlega ekki lagður neinn úrslitadómur
á listrænt gildi hverrar einstakrar myndar.
Bylting nútímalistar hefur aldrei borizt út fyrir viss takmörk. Skynsvið
vitundarinnar eru þau sömu og áður. Ungur málari dirfist ekki, þrátt
fyrir uppreisnarhug sinn að snerta við nokkrum heimspekilegum eða sál-
fræðilegum undirstöðuatriðum, stöðu mannsins milli tveggja skauta: innri
og ytri veruleika. Hins vegar er afstaða hennar mörkuð á annan stað
milli þeirra. Hún er huglægari en sú list sem var undanfari hennar.
Athyglin beinist að þeim sviðum náttúrunnar er næst standa manninum,
ekki sízt hugmyndunum og því viðtæki sem þær grópast í. I nútíma-
myndlist skipta hugmyndirnar um hlutina og þannig tilfinningin fyrir
þeim meira máli en hlutirnir sjálfir. Hún beitir hvort tveggja rannsókn
sinni og lætur berast með þeim eins langt og lögmál málverksins leyfa.
Eitt af því sem einkennir hin nýju viðhorf og ekki hefur áður þekkzt í
myndlist, eru tilraunir hennar til þess einsog að skyggna tilveruna með
32 Birtingur