Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 57

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 57
Marek Hlasko: Áttundi dagur vikunnar I — Nei, sagði Agnieska. Hún fjarlægði hönd hans ákveðin og tók að sér kjólinn. — Ekki núna. — Eins og þú vilt, sagði hann lágt. Hann lagðist í grasið við hlið henni og horfði yfir Wislu. Iilægilega lítill dráttarbátur bisaði þrem þungum prömmum upp ána miðstreymis; vélin sló þungt eins og gamal- mennishjarta. Myrkrið seig yfir og loftið hljóp í kvöldkulinu eins og súr mjólk. Trén dökknuðu. Maðurinn lá hreyfingarlaus og skyndilega fann hann Agniesku leggja hönd á höfuð sér. — Pietrek, sagði hún hægt. — Ég vil ekki sýna því lítilsvirðingu. Ef ég elskaði þig ekki, væri mér kanske alveg sama. Hér gæti einhver komið. Ég vil ekki að ókunnugt fólk vaði á skítugum skónum yfir það sem mér er meira virði en allt annað. Þú verður að skilja mig. Ef það er nokkuð í heiminum, sem maður þarf að passa, þá er það einmitt þetta. Hann reis á olnboga og horfði til himins. Hún varð að loka augurium; það var sársauki í barnslega hreinum svip hans. — Agnieska, sagði hann — gerirðu þér grein fyrir hvað það er voðalegt að fara fram á svonanokkuð? Veistu hvað það er að bíða? — Ég bíð líka. Hann tók um hönd hennar. Hann horfði fast á hana; augu hans vöru dökk og nálæg. — Hvað eigum við að bíða lengi enn ? Þetta er óbærilegt. — Við verðum að bíða, sagði hún og leit undan; dráttarbáturinn var horfinn út í þokuna. — Kanske verðum við svo heppin að fá íbúð? Við getum farið saman í ferðaiög þegar sumrar . . . Langar þig kanske til að vera með mér í leiguherbergjum eða á bekkjum í almenningsgörðunum? — Nei. Þau þögðu. Það sló bjarma á himininn yfir höfðum þeirra og ána. Grasið var orðið döggvott og Agnieska skalf af kulda þrátt fyrir leðurjakkann, sem þau sátu á. Árbakkinn hinumegin varð ógreinilegur, — Ég var að skrökva að þér, sagði Agnieska skyndilega og hann fann sársaukann í rödd hennar. — Ég get heldur ekki beðið lengur. Mér er sama. Reyndu bara að útvega herbergi, þak yfir höfuðið. Bara ekki hér. Ekki innanum fólk. Skilurðu? — Já, hvíslaði hann. Hann snerti hönd hennar. Hún'var mjög köld og lokuð eins og skel. Hann dæsti og sagði: — Við skulum koma. Það er orðið dimmt. Birtingur 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.