Birtingur - 01.01.1959, Page 57

Birtingur - 01.01.1959, Page 57
Marek Hlasko: Áttundi dagur vikunnar I — Nei, sagði Agnieska. Hún fjarlægði hönd hans ákveðin og tók að sér kjólinn. — Ekki núna. — Eins og þú vilt, sagði hann lágt. Hann lagðist í grasið við hlið henni og horfði yfir Wislu. Iilægilega lítill dráttarbátur bisaði þrem þungum prömmum upp ána miðstreymis; vélin sló þungt eins og gamal- mennishjarta. Myrkrið seig yfir og loftið hljóp í kvöldkulinu eins og súr mjólk. Trén dökknuðu. Maðurinn lá hreyfingarlaus og skyndilega fann hann Agniesku leggja hönd á höfuð sér. — Pietrek, sagði hún hægt. — Ég vil ekki sýna því lítilsvirðingu. Ef ég elskaði þig ekki, væri mér kanske alveg sama. Hér gæti einhver komið. Ég vil ekki að ókunnugt fólk vaði á skítugum skónum yfir það sem mér er meira virði en allt annað. Þú verður að skilja mig. Ef það er nokkuð í heiminum, sem maður þarf að passa, þá er það einmitt þetta. Hann reis á olnboga og horfði til himins. Hún varð að loka augurium; það var sársauki í barnslega hreinum svip hans. — Agnieska, sagði hann — gerirðu þér grein fyrir hvað það er voðalegt að fara fram á svonanokkuð? Veistu hvað það er að bíða? — Ég bíð líka. Hann tók um hönd hennar. Hann horfði fast á hana; augu hans vöru dökk og nálæg. — Hvað eigum við að bíða lengi enn ? Þetta er óbærilegt. — Við verðum að bíða, sagði hún og leit undan; dráttarbáturinn var horfinn út í þokuna. — Kanske verðum við svo heppin að fá íbúð? Við getum farið saman í ferðaiög þegar sumrar . . . Langar þig kanske til að vera með mér í leiguherbergjum eða á bekkjum í almenningsgörðunum? — Nei. Þau þögðu. Það sló bjarma á himininn yfir höfðum þeirra og ána. Grasið var orðið döggvott og Agnieska skalf af kulda þrátt fyrir leðurjakkann, sem þau sátu á. Árbakkinn hinumegin varð ógreinilegur, — Ég var að skrökva að þér, sagði Agnieska skyndilega og hann fann sársaukann í rödd hennar. — Ég get heldur ekki beðið lengur. Mér er sama. Reyndu bara að útvega herbergi, þak yfir höfuðið. Bara ekki hér. Ekki innanum fólk. Skilurðu? — Já, hvíslaði hann. Hann snerti hönd hennar. Hún'var mjög köld og lokuð eins og skel. Hann dæsti og sagði: — Við skulum koma. Það er orðið dimmt. Birtingur 55

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.