Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 45

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 45
Björn Th. Björnsson: Hetjur lslands og hinir kaldspöku farísear Það hefur löngum þótt sigurstranglegt til almenningsvinsælda að sletta úr klaufum háðsins í garð lista og menningar. Ekki alls fyrir löngu var umræða í útvarpinu um listamannalaun. Einn ræðumanna kom þar fram með þá staðhæfingu, að ungir menn færu yfirleitt út á listamannabraut- ina af einberu manndómsleysi, af því þeir nenntu ekki að vinna nein „al- mennileg störf“ eins og kallað er. Taldi hinn sami það jaðra við fásinnu að styrkja slíka apaketti: ef framleiðsla þeirra ber sig ekki á frjálsum markaði, ja, þá eiga þeir bara að pakka saman allt sitt Ijóða- og lérefts- drasl. Ég efa ekki, því miður, að allstór hópur hlustenda hafi sagt: mikið fjandi er hann góður þessi! Svona. sjónarmiðum ætti raunar ekki að þurfa að svara á Islandi, land- inu, þar sem fólk hefur lifað við vonarljós listarinnar eitt saman ein- hver verstu harðæri evrópskrar sögu, þar sem hver listamaðurinn af öðrum hefur selt líf sitt seigdauða fátæktarinnar, svo eitthvað það mætti lifa, sem meira er en jarðnesk gæði og forgengilegt hold. Dæmin um þetta brenna á spjöldum íslenzkrar sögu: Jón á Bægisá situr í kröm og kulda við að snúa dýrðaróði Miltons á einhverja vængjuðustu íslenzku síðari alda, og útlendi hefðarmaðurinn, sem stendur á gólfi hans, undrast það þrek andans sem þessum fátæka klerki er gefið í allri hans miklu neyð. Uppi á lofti í Davíðshúsi heyr Sigurður málari sitt dauðastríð. „Hann lá í hundafletinu“ segir síra Matthías, „í einum bólgustokk, ískaldur undir tuskum og aleinn — og banvænn. Málaraauminginn er að deyja“. Og borgarar bæjarins hristu höfuðin við andlát hans og sögðu: Greyið hann Siggi séní! Nýlega hélt íslenzka ríkið sýningu á myndum annars og gaf út ljóðmæli hins: og bak við hvert hálfklárað verk, hver frumdrög, felst spurningin, hversu miklu meir hefði orðið, ef drómi neyðarinnar hefði ekki kyrkt þrek þeirra. Hvað værum við íslendingar, hefðum við ekki átt þessar hetjur? Hvað yrðum við, ef ungir menn væru ekki enn til í landi okkar, reiðubúnir að selja flest af veraldarauði þessarar ríkustu aldar þjóðarsögunnar fyrir þau verðmæti, sem flest gjaldast öðrum — og síðar? 1 augum heimsins værum við ekki annað en auðnulaust fólk, töludálkur í matvælaskýrslum og talið sæmilegt að di'aga þorsk. Og fyrir eigin augu drægist blinda smámunasemi og lítilmennsku. Og svo koma þeir, þessir kaldspöku faríse- Birtingur 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.