Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 14
Pablo Neruda er frá Chile, fæddur 1904. Chile hefur alið nokkur fremstu
skáld Suður-Ameríku, auk Neruda eru þaðan Gabriela Mistral, skáld-
konan sem fékk bókmenntaverðlaun Nóbels og Vicente Huidobro, þau eru
bæði látin. Neruda gaf fyrstu bók sína út sautján ára að aldri, en síðan
hefur hann gefið út þrjátiu bækur, flestar ljóðasöfn.
Canto general, sem kom út 1950, er eitt umfángsmesta verk nútímans,
500 síður að stærð, það fjallar um sögu Ameríku og er þrúngið kommún-
istískum boðskap. Róttækar skoðanir Neruda hafa valdið því að hann
hefur verið landflótta árum saman. Neruda er ekki feiminn að ræða um
vandamál samtímans, ljóð hans eru baráttuljóð í bestu merkingu þess
orðs, hann er nútíma kraftaskáld, orð hans verða áhrínsorð, af því að
þau eru vopn hins stríðandi mannkyns.
J. Hj.
Leiðrétting
Ljóðið Á fljótinu eftir kínverska skáldið Tu Fu, sem birtist í síðasta
hefti þýtt af Helga Hálfdanarsyni, hefur aflagazt slysalega í prentun.
1 handriti þýðanda var lokalínan þannig:
í sjáifs mín hug, sem lygn og djúpur streymir.
Birtingur biður þýðanda og lesendur einlæglega afsökunar.
12
Birtingur