Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 8
koma fram nokkur vonbrigði yfir uppskerunni, og segjast ritstjórarnir hafa horfið frá birtingu úrvalsins að sinni, en valið tvö kvæði til kynn- ingar. Annað þeirra var Gamall fiskimaður, og fylgdu þessar tvær línur um höfundinn: „Stefán Hörður Grímsson er sjómaður í Vestmanna- eyjum, 23 ára gamall, og mun þetta vera fyrsta ljóð hans á prenti.“ Um haustið, heldur Stefán Hörður áfram, fórum við Gestur til Reykja- víkur, bjuggum á Hótel Heklu og fengum okkur vinnu í hitaveiturmi. Einhvern tíma nokkru seinna rakst Ási í Bæ hingað suður. Varð þá að ráði að við færum suður í Hafnarfjörð til Magnúsar Ásgeirssonar, vitj- uðum ritlauna fyrir gamla fiskimanninn og kæmum þeim í lóg. Mér var þetta strembin för. Helzt hefði ég viljað senda Ása inn og bíða sjálfur utan dyra, herti mig þó upp í að fylgja honum eftir. Ási hafði orð fyrir okkur, talaði lengi af vængjaðri mælsku við skáldið, en ég lauk varla sundur vörum: var að drepast úr feimni. Við fengum peningana. Og gerðuð ykkur glaðan dag? Um þessar mundir bjó Hannes Sigfússon á efstu hæð hússins á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis, beint á móti Ingólfscafé. Ási hafði kynnzt honum úti í Eyjum nokkrum árum áður, þegar Hannes var í förum með ströndum fram sem sölumaður. Við fórum upp til Hannesar og fengum góðar viðtökur. Hannes var þá að skrifa sögu, langa smásögu, og las fyrir okkur lon og don. Hann mátti þá heita óþekktur, en var andskoti skáldlegur ásýndum þótti mér. Þegar á leið kvöldið fórum við niður í Landssímahús að hitta Jón óskar. Hann var þá næturvörður hjá síman- um, orðinn margfrægur verðlaunaður smásagnahöfundur, einnig búinn að birta nokkur kvæði í tímaritum, heitt elskaður af konum vegna skiln- ingsríkra ástarljóða, þú manst: Og ég sagði við þig: Viltu senda mér bros, viltu syngja mér lag? Þú ert sólskin míns lífs. Þú varst syndug í gær. Þú ert saklaus í dag. Hann leyfði okkur að heyra ljóð og söng eftir sig lag. Hvað segirðu: lag? Var það göfug tónlist? Ojá, í samanburði við sönglistina var hún það. Ég seilist nú upp í hillu eftir fyrri bók Stefáns Harðar: Glugginn snýr í norður. Áttu þessa bölvaða vitleysu? spyr hann. Það er nú líkast til. Hver gerði káputeikninguna? Jóhannes Jóhannesson við tungl í Tjarnargarði. Eina listaverk bókarinnar. Manstu hvaða kvæði er elzt í þessu kveri? Stefán Hörður tekur við bókinni og flettir henni með þeim aðförum sem 6 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.