Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 31
Hörður Ágústsson:
Nokkur orð um nútíma myndlist
Það verður mörgum á sem stendur frammi fyrir myndum, er túlka sjón-
armið nútímans, að hrista höfuðið í vandlætingu eða reiði og láta í ljós
ýmsar niðrandi athugasemdir, segja höfunda þeirra spillta, vankunnandi,
barnalega og jafnvel vitskerta.
Það er, ef til vill, ekki svo undarlegt, þótt sumir verði hissa, þegar þeir
horfa á málverk nútíma listamanns og segist ekkert skilja, það er
stundum jafnvel eðlilegt. Bæði er það, að nútíma myndlist er óvænt í
afstöðu sinni til mannsins og náttúrunnar, svo óvænt, að hún getur með
fullum rétti kallazt nýtt og áður óþekkt myndmál, og eins hitt, að hún
sækir næringu sína og styrk til þeirra sjónarmiða í myndlistarsögunni,
sem okkur hefur lengst af verið kennt, að væru barbarí eða barna-
skapur.
Við heyrum oft á óskiljanlegt mál erlendra manna, verðum undrandi og
skiljum ekki. En dettur okkur i hug að hneykslast eða verða reið yfir
því, þótt þeir tali ekki okkar eigin tungu, og efumst við um, að hægt
muni vera að yrkja íögur ljóð á okkur óskiljanlegu máli?
Það er sama að segja um viðhorfin innan myndlistarinnar, og um þjóð-
tungurnar, þau eru mismunandi aðgengileg eða skiljanleg, eftir því,
hvaðan þau eru úr tíma eða rúmi, eru bundin ákveðnum skilyrðum og
takmörkunum, eiu ný og blómgandi eða úrelt og deyjandi. Enginn til-
einkar sér þau fyrirhafnarlaust. Menn læra ekki mál öðru vísi en að
tala þau og lesa, menn geta ekki notið mynda, nema þeir skoði þær aftur
cg aftur. Vegna miður heppilegra erfikenninga er okkur haldið frá hin-
um lifandi sjónarmiðum dagsins í dag og um leið frá mörgum merki-
legustu listaverkum fortíðarinnar. Það er því ekki að furða þótt mynd-
list nútímans eigi erfitt uppdráttar.
Ég vildi þó umfrarn allt brýna eitt fyrir ykkur: Skoðið hvert listaverk
einsog heim út af fyrir sig. Ég á þar ekki við að slíta það algjörlega
úr tengslum við umheiminn, heldur líta það persónulegri sjón, þurrka
burtu merkimiðann af því og undirskriftina líka, líta það einsog
ókunnugt landslag, sem rnaður nálgast í fyrsta skipti. Því persónulegri
sem reynsla ykkar er, þeim mun þakklátari er höfundur verksins, þeim
mun ríkari og dýpri ánægja ykkar og það sem skiptir ef til vill mestu
máli: þeim mun meira gagn gerið þið framvindu listar, því á þann hátt
Birtingur 29