Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 31

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 31
Hörður Ágústsson: Nokkur orð um nútíma myndlist Það verður mörgum á sem stendur frammi fyrir myndum, er túlka sjón- armið nútímans, að hrista höfuðið í vandlætingu eða reiði og láta í ljós ýmsar niðrandi athugasemdir, segja höfunda þeirra spillta, vankunnandi, barnalega og jafnvel vitskerta. Það er, ef til vill, ekki svo undarlegt, þótt sumir verði hissa, þegar þeir horfa á málverk nútíma listamanns og segist ekkert skilja, það er stundum jafnvel eðlilegt. Bæði er það, að nútíma myndlist er óvænt í afstöðu sinni til mannsins og náttúrunnar, svo óvænt, að hún getur með fullum rétti kallazt nýtt og áður óþekkt myndmál, og eins hitt, að hún sækir næringu sína og styrk til þeirra sjónarmiða í myndlistarsögunni, sem okkur hefur lengst af verið kennt, að væru barbarí eða barna- skapur. Við heyrum oft á óskiljanlegt mál erlendra manna, verðum undrandi og skiljum ekki. En dettur okkur i hug að hneykslast eða verða reið yfir því, þótt þeir tali ekki okkar eigin tungu, og efumst við um, að hægt muni vera að yrkja íögur ljóð á okkur óskiljanlegu máli? Það er sama að segja um viðhorfin innan myndlistarinnar, og um þjóð- tungurnar, þau eru mismunandi aðgengileg eða skiljanleg, eftir því, hvaðan þau eru úr tíma eða rúmi, eru bundin ákveðnum skilyrðum og takmörkunum, eiu ný og blómgandi eða úrelt og deyjandi. Enginn til- einkar sér þau fyrirhafnarlaust. Menn læra ekki mál öðru vísi en að tala þau og lesa, menn geta ekki notið mynda, nema þeir skoði þær aftur cg aftur. Vegna miður heppilegra erfikenninga er okkur haldið frá hin- um lifandi sjónarmiðum dagsins í dag og um leið frá mörgum merki- legustu listaverkum fortíðarinnar. Það er því ekki að furða þótt mynd- list nútímans eigi erfitt uppdráttar. Ég vildi þó umfrarn allt brýna eitt fyrir ykkur: Skoðið hvert listaverk einsog heim út af fyrir sig. Ég á þar ekki við að slíta það algjörlega úr tengslum við umheiminn, heldur líta það persónulegri sjón, þurrka burtu merkimiðann af því og undirskriftina líka, líta það einsog ókunnugt landslag, sem rnaður nálgast í fyrsta skipti. Því persónulegri sem reynsla ykkar er, þeim mun þakklátari er höfundur verksins, þeim mun ríkari og dýpri ánægja ykkar og það sem skiptir ef til vill mestu máli: þeim mun meira gagn gerið þið framvindu listar, því á þann hátt Birtingur 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.