Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 59
barnum „Afdrep sæfarans“; hann lá endilangur með andlitið í götunni;
andartaki síðar flugu taska og hattur í kjölfar hans. I dyrunum stóðu
hópar af þöglum, gónandi áhorfendum. Voldug bassarödd þrumdi úr há-
talaranum: „Keppninni í dag lauk með ósigri pólska liðsins. Sigurvegari
í þessari umferð var Rúmeninn Dumitrescu .. .“ Það var lykt af rotnandi
úrgangi frá grænmetistorginu. Unglingsstrákur glápti á Agniesku og
blístraði. Annar andvarpaði: — Þetta er boðleg vara, lasm. Kettir
néru sér við fætur manna, stjörnurnar voru aftur huldar þoku. Fylli-
raftur hvíslaði ákafur í eyra henni: „Sú gamla er í burtu, ég hef her-
bergi. Ég skal gefa þér nælonsokka. Viltu það?“ Á járnbrautarstöðinni
blés eimreið; mönnum var þungt fyrir brjósti af röku loftinu, andlitin
voru svitastorkin og augun sljó.
„Talaðu við hann, hugsaði Agnieska, talaðu við hann, því fyrr því betra.“
II
Þegar hún kom heim spurði faðir hennar:
— Hvar hefurðu verið, Agnieska?
Hann stóð við gluggann og horfði niður á götuna bakvið gluggatjaldið.
Þannig gat hann staðið tímunum saman og fylgst með því sem fram
fór neðanundir. Hann var lágvaxinn, sköllóttur og hafði elst illa; húð
hans var veikluleg og augun sljó. Hann var eftirlitsmaður hjá einhvers
konar samvinnufyrirtæki og það glaðnaði aldrei yfir honum nema hann
væri að afhjúpa einhver óhæfuverk.
— Á göngutúr, svaraði Agnieska. Hún fór úr kápunni og hengdi hana
upp í forstofunni. Svo kom hún aftur inn. — Það hefur líklega ekki verið
spurt eftir Grzegorz?
— Nei, sagði faðirinn, og hélt áfram að hamra á rúðuna.
— Þú trúir því kenske að hún hafi verið á göngutúr? sagði rúmliggjandi
móðirin hæðnislega. Þarna lá hún dag eftir dag, þjökuð af hjartveiki:
ófríð, beisklynd og herfilega uppstökk. — Þú trúir þessu þó ekki? sagði
hún aftur. — Hún hefur líklega verið að þvælast með einhverjum slán-
anum . . Hún snéri gremjulegu, fölu andlitinu að Agniesku. — Þú færð
að kynnast sannleikanum, sagði hún og það var sársauki í röddinni. — En
þú skalt ekki reyna að koma hingað með neinn hórkrakka.
— Ekki baðstu leyfis að fæða mig í heiminn, sagði Agnieska. Hún
settist á rúmið sitt í horninu og kveikti á náttlampanum. Svo tók hún
fram bækur sínar, lagðist á grúfu með fæturna dregna undir sig og lét
hökuna hvíla á hnúunum.
— Lesa, alltaf að lesa, andvarpaði móðirin. Það kom píslarvættissvipur
á andlitið. — Grzegorz las líka og hvernig fór það? Það fer eins fyrir þér
og honum ef þú lætur þér ekki segjast.
Birtingur 57