Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 59

Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 59
barnum „Afdrep sæfarans“; hann lá endilangur með andlitið í götunni; andartaki síðar flugu taska og hattur í kjölfar hans. I dyrunum stóðu hópar af þöglum, gónandi áhorfendum. Voldug bassarödd þrumdi úr há- talaranum: „Keppninni í dag lauk með ósigri pólska liðsins. Sigurvegari í þessari umferð var Rúmeninn Dumitrescu .. .“ Það var lykt af rotnandi úrgangi frá grænmetistorginu. Unglingsstrákur glápti á Agniesku og blístraði. Annar andvarpaði: — Þetta er boðleg vara, lasm. Kettir néru sér við fætur manna, stjörnurnar voru aftur huldar þoku. Fylli- raftur hvíslaði ákafur í eyra henni: „Sú gamla er í burtu, ég hef her- bergi. Ég skal gefa þér nælonsokka. Viltu það?“ Á járnbrautarstöðinni blés eimreið; mönnum var þungt fyrir brjósti af röku loftinu, andlitin voru svitastorkin og augun sljó. „Talaðu við hann, hugsaði Agnieska, talaðu við hann, því fyrr því betra.“ II Þegar hún kom heim spurði faðir hennar: — Hvar hefurðu verið, Agnieska? Hann stóð við gluggann og horfði niður á götuna bakvið gluggatjaldið. Þannig gat hann staðið tímunum saman og fylgst með því sem fram fór neðanundir. Hann var lágvaxinn, sköllóttur og hafði elst illa; húð hans var veikluleg og augun sljó. Hann var eftirlitsmaður hjá einhvers konar samvinnufyrirtæki og það glaðnaði aldrei yfir honum nema hann væri að afhjúpa einhver óhæfuverk. — Á göngutúr, svaraði Agnieska. Hún fór úr kápunni og hengdi hana upp í forstofunni. Svo kom hún aftur inn. — Það hefur líklega ekki verið spurt eftir Grzegorz? — Nei, sagði faðirinn, og hélt áfram að hamra á rúðuna. — Þú trúir því kenske að hún hafi verið á göngutúr? sagði rúmliggjandi móðirin hæðnislega. Þarna lá hún dag eftir dag, þjökuð af hjartveiki: ófríð, beisklynd og herfilega uppstökk. — Þú trúir þessu þó ekki? sagði hún aftur. — Hún hefur líklega verið að þvælast með einhverjum slán- anum . . Hún snéri gremjulegu, fölu andlitinu að Agniesku. — Þú færð að kynnast sannleikanum, sagði hún og það var sársauki í röddinni. — En þú skalt ekki reyna að koma hingað með neinn hórkrakka. — Ekki baðstu leyfis að fæða mig í heiminn, sagði Agnieska. Hún settist á rúmið sitt í horninu og kveikti á náttlampanum. Svo tók hún fram bækur sínar, lagðist á grúfu með fæturna dregna undir sig og lét hökuna hvíla á hnúunum. — Lesa, alltaf að lesa, andvarpaði móðirin. Það kom píslarvættissvipur á andlitið. — Grzegorz las líka og hvernig fór það? Það fer eins fyrir þér og honum ef þú lætur þér ekki segjast. Birtingur 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.