Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 46
ar allra alda og segja við okkur: Látið listamennina drepast, ef þeir
geta ekki bjargað sér, — þetta eru vesalingar og þeir nenna ekki að
vinna.
En þeim er nokkur vorkunn, sem þannig tala: Geisli listarinnar hefur
aldrei uppljómað hugskot þeirra, þeir hafa aldrei fyllst hljóðlátri lotningu
fyrir listamanninum sem háði ævilangt stríð við misskilning sinnar tíðar,
svo við mættum njóta lífsunaðar af verkum lians. Ólíklega hafa þeir
nokkru sinni svarið með sjálfum sér að láta þakkarskuldina við hann
koma fram við bræður hans, sem lifa.
Þeim, sem enn kunna að halda, að listin sé eitthvert bríarí letingjanna,
langar mig til að segja sögu, raunar ósköp venjulega, sem er að gerast
á meðal okkar. Síðastliðið vor kemur til mín ungur maður utan af landi,
sem hefur fengizt við að mála og teikna, þá sjaldan hann hefur átt tóm-
stund til. Hann leggur feimnislega fyrir mig myndir sínar, og þegar ég
hef virt þær fyrir mér um stund, segir hann: Mig hefur alltaf langað til
að komast á listaskóla; haldið þér að það sé nokkurt vit í því? Af mynd-
unum var satt að segja ekki mikið að sjá. Þær voru gerðar af elju og hug-
kvæmni, en báru þess hinsvegar allt of ljós merki, að hann hafði lítið séð
fyrir sér og ekki þjálfað sig vísvitandi í teikningu. Mest voru þetta alls-
konar hugarsýnir, mjög lausbeizlaðar listrænum tökum. Ég ráðlagði hon-
um að nota tómstundir sumarsins til að teikna og sjá svo til. Teiknaðu
allt, sem þú hefur fyrir augum, húsin, bátana, fólkið, reyndu að teikna
nákvæmlega, og láttu þér ekki detta í hug, að þú sért að búa til nein
listaverk.
Sumarið leið, og einn haustdag kom hann til mín aftur. — Ég held að
mér hafi farið eitthvað fram, og ég er ennþá með þessa flugu í kollinum.
Hún er orðin dálítið stór, flugugreyið, sagði hann og brosti afsakandi.
— Ilvaða aðstæður hefurðu til þess að fara á skóla? spurði ég.
— Ja, það er nú það. Ég er kvæntur og á þrjú börn. Ég hef fasta vinnu,
sem ég yrði að segja upp. Svo hef ég verið að basla við að koma mér upp
húsi, er búinn að kaupa flest inn í það. Það er svo sem annað en gaman að
fara frá þessu öllu saman. En ég á góða konu. Hún er með mér í þessu:
við getum komið einu barninu fyrir, og hún getur farið út á land með
hin tvö þennan tíma.
— Þennan tíma? sagði ég.
— Já, ég veit, að það verður ekki einn vetur, ekki tveir.
— Og húsið, sagði ég, — þú ættir kannski aldrei afturkvæmt í það.
— Nei, sagði hann, ég veit. En ég veit líka, að ég fengi aldrei frið fyrir
þessu, og til hvers væri þá allt hitt?
Að sjálfsögðu gat ég ekki tekið á mig að ráða þessum manni af eða frá.
Segði ég honum að koma, tæki ég ef til vill á mig sök af lífstíðarstríði
hans, réði ég honum frá, ylli ég ef til vill óhamingju hans og legði stein
44
Birtingur