Birtingur - 01.01.1959, Síða 25

Birtingur - 01.01.1959, Síða 25
framorðið. — Já, anzaði hann, það er víst bezt. — Ég skal fylgja þér spottakorn, sagði ég, hvar eigið þér heima? Hann sagði mér það, við komumst þá að raun um, að við bjuggum ekki langt hvor frá öðrum, áttum samleið. Við gengum á ská yfir götuna. — Er það ekki hættulegt, spurði ég, þegar þér þurfið að komast yfir götu? — Onei, svaraði hann, þeir gæta mín. I gær stanzaði lög- regluþjónn alla umferðina til að ég gæti komizt yfir. En hann sagði, að ég yrði að flýta mér, og það var engin furða. Onei, allt fólk þekkir mig hér, það er eins og því finnist ég eigi að vera hér. Við héldum hægt áfram. Ég mátti ekki stíga nema hálf skref og varð þó að staldra við öðru hverju, svo að hann drægist ekki aftur úr. Það fór að ýra úr lofti. Hann skreiddist áfram við fætur mér, forugar hendurnar skrikuðu á steinlagningunni, líkaminn hreyfðist upp og niður. Hann var einsog dýr, sem skríður í holu sína. Og þó var hann maður einsog ég og ég heyrði hann tala og anda þarna fyrir neðan mig einsog sjálfan mig, en ég gat vaila séð hann, því það var dimmt og götuljóskerin lýstu illa. Ég fylltist meðaumkun að heyra í honum þarna fyrir neðan mig, hvern- ig hann streittist við að fylgja mér eftir. — Finnst Lindgren það ekki hart, að hafa fengið slíkan kross að bera, sagði ég, það hlýtur oft að vera þungbært. — Nei, anzaði hann að neðan, það er einkennilegt, en það er ekki eins erfitt og fólk heldur. Maður venst því. Og ég er líka fæddur svona, þá er það ekki einsog ef maður væri hraustur og fær í flestan sjó, og lenti svo skyndilega í einhverju sem maður hafði ekki hugsað sér. Nei, mér finnst ekki að ég hafi undan neinu að kvarta, ef ég hugsa mig vel um. Það eru áreiðanlega margir, sem eru verr settir en ég. Ég kemst hjá mörgu, sem aðrir verða að þola, ég lifi friðsælu og rólegu lífi í þessum heimi, hann hefur verið miskunnsamur við mig. Herrann getur verið viss um það, að ég kynnist aðeins hinu góða í heiminum. — Svo? sagði ég efablandinn. — Já, ég hef ekki kynni af nema góðu fólki, það eru ekki aðrir sem staldra við til að gefa mér auia. Um hina veit ég ekkert, þeir ganga bara framhjá. — Já, Lindgren kann sannarlega að færa allt til betri vegar, svaraði ég og gat ekki varizt hlátri. — En það er satt, sagði hann alvarlega, og það er nokkuð, sem ástæða er til þess að meta. Ég tók það líka í rauninni alvarlega, skildi að hann hafði rétt fyrir sér, hve mikil blessun það var að þurfa ekki að kynnast nema því góða í lífinu. Við héldum áfram. Það stafaði ljósi frá búð í kjallaranum. — Hér ætla ég að kaupa brauð, sagði hann, skreið að glugganum og barði á hann. Birtingur 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.