Birtingur - 01.01.1959, Page 80
Hún gróf neglurnar í handlegg hans dýpra með hverju skrefi, svo að hún
fann æðaslög hans. Hún hvíslaði:
— Ef þú skiptir þér af þeim er allt búið milli okkar, búið milli okkar,
búið.
Þau gengu áfram. Einhver sagði:
— Vertu ekki að leita á hana. Þetta er vinkona mm.
— Er þetta þrifleg stelpaV
— Sannarlega.
•— Láttu hana í friði, óþokkinn.
— Öþokki, einn af þeim snoppufríðu.
— Það ætti að rasskella þig, brjóstmylkingur!
— Dúkkudrengur!
— Bara einu sinni, elskan. Og ég er í sjöunda himni.
— Halló, litla mín.
— Ekki er hún frá því!
— Ryssiek, sjáðu hvar gálan sprangar.
— Og hvað um það? Ekki er hún okkar manneskja.
— Hefurðu reynt?
— Ég? Hvað ertu að fara? Svoleiðisnokkuð er ekki í mínum verkahring.
Ég er siðprýðin sjálf.
— Hvaðan í anskotanum ætti manni að koma kraftur í svoleiðisnokkuð?
Úr kartöflunum kanske?
— Hægan góði! Ef hún væri góð mundirðu meir að segja gera það sex
sinnum í viðbót.
— Já, ef ég fengi hálft ár til þess.
— Hvað mundir þú gera ef þú ættir svona pissudúkku?
— Ég? Ég mundi brjóta hana og fara svo að grenja.
— Hún er heilög.
— Liggur á krossinum og bíður eftir spjótinu.
— Stilltu þig, hvíslaði Agnieska — gerðu það, vertu kyrr ...
— Býr frökenin ein?
— Hvað kemur það þér við ?
— Ertu kanske á bettliför með ílátið?
— Ég hefði nú haldið það; en hann er auðvitað með lúkuna á henni allan
tímann.
— Það er töggur í stelpunni, Zpyszek. Hún mundi sjúga úr þér allan
mátt.
— Bogdan leigubílstjói’i, sá gæti gagnað henni. Það er nú stálið á hon-
um! Guð minn góður! Það er engu líkt; maður má vera feginn að hafa
eitthvað að míga með!
— Hún þarf ekki annað en hreyfa augnabrýnnar.
— Og sú gamla þín, hvað hreyfir hún?
78 Birtingur