Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 62

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 62
skaðlegu persónudýrkun, sem svo margt hefur aflagað. Nú er um að gera að uppræta meinið. Stefna XX. flokksþingsins á að vera . .. “ „Bara að maður gæti gleymt," hugsaði hún. Hún grúfði andlitið í hendur sér. — Bara að maður gæti gleymt því öllu. Frið. Svolítinn frið og ró. Ekki annað. Laus við Pietrek, laus við föðurinn, laus við Grzegorz. Ekki annað en frið og kyrrð. Látið gerast hvað sem vill alls staðar annars staðar, en bara að það megi vera kyrrð og friður þar sem ég er. Það er allt: já, það er allt, sem ég vil.“ Hún rétti úr sér og leit aftur á húsin hinumegin. Á fyrstu hæð stóð maður við gluggann og var að raka sig. Hann gerði fáránlega totu á munninn; þetta var þrekvaxinn maður í sportskyrtu. Þulurinn kynnti: „Og svo kemur nóttin, sem enginn flýr.“ Handvagn skrölti hjá með ærandi hávaða. Einhver kom inn í eldhúsið og Agnieska snéri sér við. Það var Zawadski, maður á fertugsaldri, hraustlegur og bláeygur. Tígl- ótt skyrtan var fráhneppt á bringunni. Hálsinn var sterklegur. — Gott kvöld, sagði hann. Hann fór úr jakkanum og hengdi hann vand- lega yfir stólbak. Svo hellti hann vatni í vaskafatið og fór að bretta upp ermarnar. Handleggir hans voru sólbrenndir. — Ætlarðu út í kvöld? spurði Agnieska. Þau höfðu búið saman í tólf ár og voru dús. — Já, því ekki? svaraði hann glaðlega. — Að híma inni á svona yndis- legu kvöldi? Og þú? — Ég verð að lesa, sagði hún — og það er einmitt þess vegna sem ég ruddist inn í ríki þitt. Gömlu hjúin linna ekki á skömmunum. — Hvað eiga þau að gera? sagði hann og brosti svo að skein í tenn- urnar. — Á þeirra aldri? Annað hvort er að jagast eða tefla. Hann þurrkaði sér svo kröftuglega með handklæðinu, að líkaminn varð eins og nýbakað brauð. — Kauptu tafl handa þeim, þá færðu frið á heimilinu. — Hvert ætlarðu? spurði hún. Hún vildi, að hann færi að fara. — Til vinnufélaga míns. Við þurfum að klára vélina. — Alltaf þetta mótorhjól, sagði Agnieska. Hún brosti. — Það er ekki talað um annað. Það væri ekki ónýtt að sjá þig einhvern tíma á því. — Það þarf að skipta um kúplingu, sagði hann móðgaður. Hann fleygði frá sér handklæðinu og fór að hafa skóskipti. Hann baksaði stundarkorn við reimarnar og leit svo upp. — Mér er sem ég sæi þig, ef þú hefðir orðið að keyra með sama manninum í tíu ár. Heldurðu kanske, að hjólið mitt sé eitthvað verra? Ég laga kúplinguna og fer svo á sunnudaginn að heimsækja kærustuna. — Hægan nú! Þetta er þriðja vikan sem ég heyri þig segja þetta. Hún settist í gluggakistuna og dinglaði fótunum. — Heyrðu, Agnieska, sagði Zawadski. — Ef það er satt, sem þau skrifa 60 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.