Birtingur - 01.01.1959, Síða 27

Birtingur - 01.01.1959, Síða 27
hann bjó, það var þessvegna sem ég hafði fylgzt með honum, ég vildi þangað sem ég var boðinn. Hann fikraði sig út frá tröppunum, tók upp lykilinn og stakk honum í skrána. Ég veitti því athygli, að hún hafði verið færð neðar, svo að hann næði upp í hana. — Það var húsráðandinn okkar, sem sá um það, sagði hann. hann hugsar fyrir öllu. Dyrnar opnuðust og við gengum inn. Þegar hann var búinn að kveikja ljós, leit e'g í kringum mig í herberginu. Það var lítið og fátæklegt, nokkrir mottubleðlar á köldu steingólfinu. 1 miðju herberginu var borð, sem hafði verið sagað neðan af löppunum á, og tveir lágir stólar. 1 einu horninu var ofn, sem hann gat líka eldað mat á, þar hjá voru hillur, sem komu í staðinn fyrir bollaskáp, krukkunum var rað- að eftir hæð og á þeim merkimiðar, brauðleifum hafði verið raðað á einn stað, hann ætlaði sjálfsagt að bleyta þær í kaffinu sínu, á hillubrúnunum voru livítar pappírsblúndur. Við einn skammvegginn var rúrnið hans, legubekkur sem náði stutt frá gólfi, rúmteppið var slétt og hreint. Þrátt fyrir alla fátæktina, var herbergið svo þrifalegt og vel um gengið að hvergi sást hrukka eða blettur. Ég veit ekki hvernig á því stóð, en ég kunni illa við þessa röð og reglu. Hversvegna bjó hann þannig? Ef ég hefði verið í hans sporum, hefði ég viljað hafa sóðalegt og óhrjálegt í kringum mig, aðeins greni til að skríða inn í og fela mig í, einsog dýr, þannig hugði ég að það yrði léttara að þrauka það af. En hér var allt lireint og þokkalegt. Hann skreið um herbergið einsog hann væri í litlu kæru heimili, stússaði og stumraði, teygði sig eftir blómsturvasanum á borðinu og fyllti hann af vatni, skreið aftur niður á gólf, sótti dúk í litla blámálaða kistu, breiddi hann á borðið, kom með bolla og kökudisk. Ég fékk sting í hjartað að sjá hann sýsla við þessa gamalkunnu hluti. Hann hafði tekið ofan leðurhanzkana, hendurnar voru flatar, og þykkt skinnið í lófunum. Hann kveikti upp eld, lagðist niður og blés þar til loginn gaus upp í rörið, bætti á kolum, tók síðan kaffikönnuna og setti hana yfir. Ekki fékk ég að hjálpa honum, hann vissi bezt hvernig fara skyldi að. Hann gerði allt með æfðum og öruggunr handtökum, og það var auðséð hve vel hann naut þess, hve kært honum var orðið að dudda við þetta. öðru hverju leit hann ánægjulega til mín, það var eitthvað hlýtt og traust við hann hér í herberginu hans, hann var ekki sá sarni og hann var úti á götunni. Bráðlega fór að hvína í könnunni og ilmurinn barst um herbergið. Þegar kaffið var orðið heitt, skreiddist hann með erfiðismunum upp á stólinn sinn og hagræddi sér brosandi og ánægður. Hann hellti í bollana og við supum á þeim. Það yljaði vel. Hann bauð mér líka brauð, en það vildi ég ekki þiggja af honum. Hann át það sjálfur með sérstökum hátiðleik, braut hægt bita og bita og tíndi vandlega upp alla molana. Það var einstakur helgiblær á borðhaldi hans. Augun ljóm- Birtingur 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.