Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 29

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 29
— Já. Þú veizt eflaust, að þar vil ég ekki hafa hvern sem er. Enga beiskju og ekkert hatur, ekkert slæmt og óáreiðanlegt fólk. Uppi í hús- inu verð ég að hafa sitt af hverju, ýmsa sem ég þekki lítið til, en í kjallaranum vil ég hafa gott og ráðvant fólk, þá sem ég þekki og um- gengst. Hvað heldur þú, áttu þar heima? — Því vildi ég feginn trúa, sagði ég glaður. — Jæja, það er nú gott og blessað. En getur þú borgað leiguna? sagði hann, því hann er líka strangur, það er hann. Allir verða að borga, það sleppa menn ekki við, hve aumir sem þeir eru. Þú skalt fá lága leigu, því þú ert ekki maður fyrir miklu. En eitthvað verðurðu að borga, hvernig ætlarðu að aura saman í það? — Ég kemst af með hjálp góðra manna. — Eru slíkir til í þessum heimi? spurði hann og horfði fast á mig. — Þeir hljóta að vera margir, það gefur að skilja. — Það er satt, sagði hann, það getur maður vel séð, ef maður vill. Þú ert skiln- ingsgóður maður, þú skalt búa hjá mér. Já, hann er merkilegur, og þó svo alþýðlegur og eðlilegur. Hann hefur verið mér mikil stoð. Án hans væri ég illa settur. Hann kemur oft hingað niður til mín, situr hér svolitla stund og rabbar við mig. Manni er alltaf styrkur að því. Það léttir manni lifið, að hann metur mann einhvers. Lindgren er mikilsverður maður, segir hann. Það þjdíir mér gott að heyra. Hann horfði glaður og ánægður á mig: — Eruð þér mikilsverður maður? spurði hann. Ég svaraði ekki, horfði í gaupnir mér, því ég vildi ekki mæta augnaráði hans. — Það á maður að vera, sagði hann. Það er mikill styrkur í því, þegar maður veit að rnaður er það. Herbergið umlukti okkur fátæklegt og traust. Ljósið frá lampanum skein á lága borðið með afsöguðu löppunum, á dúkinn, þar sem brauðbitarnir hans lágu, á rúmið, þar sem hann gat látið líða úr sér. Hann lét það ekk- ert á sig fá, þótt mig hefði sett hljóðan. Hann sat og hugsaði sitt, það fann ég. Svo fór hann niður af stólnum, hugaði að eldinum, þvoði upp bollana og setti þá upp á hilluna, þar sem þeir áttu að vera, skreið að rúminu og bjó um það, braut saman rúmteppið. En þegar hann hafði lagt það á stólsetuna og strokið úr því hrukkurnar, lá hann þar um stund kyrr á hnjánum. — Það er gott, þegar degi er lokið, sagði hann. Og ég varð var við ein- hver þreytumerki á honum. — Segir Lindgren það, honum sem finnst líf sitt vera svo auðugt og mikilsvert. — Já, sagði hann og horfði kyrrlátlega fram fyrir sig, lífið er auðugt. Birtingur 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.