Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 47

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 47
í götu listamannsefnis. — Ábyrgðin hvílir á þér, sagði ég; það er bezt að þú takir ákvörðunina líka. Svo líða nokkrar vikur og skólasetningardagurinn rennur upp, og liver stendur á gólfinu nema vinur minn utan af landi, í hópi annarra, sem flestir hafa orðið að meta framtíðarveg sinn við sama þunga pund, þótt öðruvísi sé vaxið. Nú er vetur liðinn, og mér sýnast líkurnar aukast fyrir því, að hann hafi valið rétt. Um daginn var hann að leita sér að plássi á togara, á Ný- fundnalandsmið, — þar er nógur fiskur, sagði hann og hló. Ef ég missi ekki af neinum túr í vor og engum í haust, ætti ég að geta kostað mig á skóla erlendis næsta vetur. — Hvað segir konan þín við því? spurði ég. — Hún er með mér í þessu: hún vill að ég haldi áfram. Því segi ég þessa sögu, — og kannski í óþökk þeirra sem í hlut eiga, — að hvert nýtt haust undrast ég þann kjark og þá sjálfsfórn, sem ung listamannsefni Islands færa á altari hugsjóna sinna. Allt er á móti þeim. Það er engin rómantísk slæða yfir listamannsbrautinni lengur, það er að- eins einn af mörgum, sem nær einhverjum árangri, og hugsunin um gróða og peninga hefur svo gagnsýrt þetta land, að sú lind má vera meira en djúp, sem nær í gegn um öll jarðlög þeirrar veraldarhyggju. Það er enginn sem örvar þetta unga fólk, þess bíður fátt annað en tómlæti al- mennings, nema þegar því er send hnútan velkunna: þið letingjar, sem ekki nennið að vinna. Sumt fólk er haldið þeirri nærsýni, að samtíðin sé alltaf versta tímabil sögunnar. Og til að afsaka tómlæti sitt gagnvart gróandi list samtíðar- innar hefur það fundið sér upp þá hlálegu kennisetningu, að fátækt og basl séu þau undragrös, hvar af sjálfur lífselexír listanna sé soðinn. En það vill koma annað hljóð í strokkinn, þegar opinberum valdhafa eða at- vinnurekanda þóknast að snúa þessari lífsspeki upp á það sjálft. Nei, þeir sem þessu trúa, hafa aldrei komizt í snertingu við hugarlíf lista- manns. Sé sá rnálari til, það skáld eða sá tónsmiður, sem leggur undir land af því einu, að honurn séu búin góð vinnuskilyrði, þá væri lítil eftir- sjá að þeim manni. Ekkert starf er erfiðara en starf listamannsins. Ekkert starf krefst meiri eflingar allra krafta, þótt hann leggi frá sér verkfærin, er hann ekki laus: hann er sjálfur deigla verksins, sem hann vinnur; kólni hún, storkn- ar það allt hálfgert. Hann er að hverja vökustund: þar þekkist ekki hug- takið frí. Ég veit það um einn mætasta listamann okkar, að helzta hvíld hans er þegar hann stendur við verkið: erfiðið mest þegar aðrir halda hann hvílist. Svo mun það um flesta, sem vinna af fullri alvöru. Gott og vel, segir nú einhver. Þetta má vera rétt, en af hverju á ég að borga skatt til þessara lista, ég sem hvorki hlusta á þessar sinfóníur, eða Birtingur 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.