Birtingur - 01.01.1959, Side 50

Birtingur - 01.01.1959, Side 50
myndskreytti ýmsar skáldsögur hans jafnóðum og þær birtust í tíma- ritum. Upp frá þessari kvöldstund til 18 ára aldurs lifði Boris og hrærðist í tónlist. Hann hafði þó einnig lifandi áhuga á málaralist föður síns og öllu því af sama tagi sem gat að líta í myndlistarháskólanum. Þar voru hæg heimatökin hjá Pasternaksystkinunum. Nokkru eftir að þau komu í kennaraíbúðina var byggð við húsið vinnustofa fyrir Trúbeskoj, fræg- an myndhöggvara sem nýkominn var heim frá útlöndum. Viðbyggingin lenti fyrir eldhússgluggann hjá Pasternakfjölskyldur.ni, og þar sem áður hafði verið útsýn út í húsagarðinn gat að lita myndhöggvarann að starfi og fyrirmyndir hans, allt frá börnum og léttklæddum dans- meyjum til alvopnaðra kósakka á hestbaki. En list móðurinnar ríkti í huga Borisar. Hann lærði hjá lienni og síðan öðrum færum kennurum. Átrúnaðaigoð hans og fyrirmynd varð tónskáldið Alexander Skrjabín, nágranni fjölskyldunnar og vinur föður hans. Hann drakk í sig al- glevmisþrungna tónlist Skrjabíns og ofurmennishugsunarhátt. Tónlist- arnámið, og þó einkum tónsmíðin, varð honum ástríða. I heimahúsum og í menntaskólanum var gengið að því vísu, að lífsstarf Borisar væri þegar ákveðið, hann ætlaði sér að verða tónskáld. Fyrir þessar sakir var tekið vægilega á því, þótt hann væri duttlungafullur heima og slægi slöku við námsgreinirnar í menntaskólanum. Hann náði prófi og inn- ritaðist í lagadeild Moskvuháskóla. Þegar Pasternak var 18 ára kom Skrjabín heim eftir sex ára utanlands- vist. Tónskáldið unga lék fyrir hann tónsmíðar sínar og hlaut kærkomna uppörvun og hvatningarorð meistarans ásamt ráðleggingu um að leggja lögfræðina á hilluna og snúa sér að heimspeki, sem væri tónskáldi miklu nauðsynlegri. Hrós Skrjabíns var gott, en það fékk ekki ráðið bót á því sem farið var að gera Boris tónlistargáfuna að kvöl, hann hafði komizt að raun um að hann hafði ekki óskeikult tóneyra, en það hafði móðir hans. Hann sagði Skrjabín frá þessu, en hann gaf ekkert út á það. Þá komst Boris að því af hendingu, að meistari hans var sama ann- marka undirorpinn. Því hafði hann ekki bent lærisveini sínum á það, til að eyða efasemdum hans? Á því fékkst aldrei nein skýring, en Boris var hjátrúarfullur frá barnæsku og taldi, að nú hefðu örlögin gefið sér vísbendingu. Hann færði sig yfir í heimspekideild háskólans eins og Skrjabín hafði ráðlagt, en sneri algerlega baki við tónlistinni, sótti ekki einu sinni tónleika næstu árin. Tónlistarferill Borisar Pasternaks varð því endasleppur og aldrei annað en undirbúningurinn, en að honum hefur hann búið alla ævi, það sem hann lærði í tónsmíði setur svip sinn á skáldskap hans. Einstök klið- mýkt og rímsnilld, sem enginn þýðandi hefur enn treyst sér til að reyna að leika eftir á óskyldu tungumáli, eiga tónlistarþjálfuninni mikið að 48 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.