Birtingur - 01.01.1959, Síða 64

Birtingur - 01.01.1959, Síða 64
— Hann? — Já. Maðurinn brosti óhugnanlega. — Deginum ljósara, sagði hann — þetta var svosem ekki geðslegur verknaður, sem hann hafði unnið. Hann hefði jú getað orðið sér úti um byssu og afgreitt hana á venjulegan hátt. Þetta fylgdi honum einhvern veginn. Hann eigraði um búðirnar og muldraði í sífellu: ,,Ég fullnægði henm í eitt skipti fyrir öll.“ Á endanum varð hann vitlaus. Einn daginn skar hann sig á háls með rakhníf á klósettinu. Góða nótt. Hvar er Grzegorz? — Veit það ekki, sagði Agnieska. — Áreiðanlega einhvers staðar á fylliríi. — Á hann alltaf von á henni? — Já, alltaf. — Það er fallegt, sagði Zawadski. — Góða nótt. Hann fór. Fótatak hans glumdi í stiganum. Hann tók mörg þrep í einu eins og unglingur. Slagsmálunum niðri á götunni var lokið. Drykkju- rútarnir féllust í faðma. — Hvers vegna réðstu eiginlega á mig, Wictek? drafaði annar. Röddin var ungleg. — Lífið er nú einu sinni svona, svar- aði hinn. — Það er búið og gert, bætti sá þriðji við. Hann dró hina tvo til sín og kynnti þá. — Má ég kynna: félagi úr hernum — félagi úr hern- um. — Núsvo, sagði annar og fnæsti. — Okkar maður .. . Þeir leiddust allir þrír og gösluðu útyfir stjörnur himinsins í forinni. „Búið,“ hugsaði Agnieska. Hún lokaði glugganum og settist við borðið. Faðir hennar kom fram í eldhúsið. Hann var í gömlum jakka úr heima- ofnu klæði. Á höfðinu var hann með dökkan hatt og bómullarklút um hálsinn. Engin af þessum flíkum virtist í nokkru sambandi við aðra. — Ég fer að sækja Grzegorz, sagði hann. — Móðir þín er alveg tryllt. — Hvar ætlarðu að leita að honum? spurði Agnieska og gekk til föður síns: hún var hærri en hann og virtist sterkari. Við hlið hennar var hann eins og skrælnaður runni hjá ungu tré. Hún leit á hann og hnyklaði brýnnar. Blikið hvarf skyndilega úr augum hennar eins og þegar neisti er byrgður með hendi. — Hefurðu hugsað þér að draga hann út af knæpunni? — Já, sagði hann. Hann tvísté og hafði einhverra hluta vegna hendurnar fyrir aftan bak. Hann barðist við að setja einbeittan svip á fölleitt and- litið. — Ég skal draga hann út af knæpunni, sagði hann — og ég skal taka svo til hans að hann gleymi því ekki strax. — Stefan, kallaði móðirin veikri röddu — ertu ekki að fara? — Jú, sagði hann — ég er rétt að fara, góða. Hann lagaði hattinn og gekk til dyra. — Augnablik, sagði Agnieska. 62 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.