Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Síða 139
Orð aforði
137
Sjálfur fór ég svo á stúfana árin 1964 og 1965 og hitti nokkra heim-
ildarmenn hér um Suðumes og nágrenni Reykjavíkur. Eins hélt ég upp
í Kjós og Borgarfjörð og komst allt vestur í Hnappadal. Var þessi ferð
um leið farin í samvinnu við Orðabók Háskólans, því að ég fór með
orðalista, sem Ásgeir Blöndal Magnússon hafði einkum tekið saman
yfir ýmis forvitnileg orð, og spurðist fyrir um þau í framhaldi af spum-
ingum mínum um amboðin. Er það því miður í eina skiptið, sem slík
ferð hefur verið farin á vegum Orðabókarinnar. Margir þeirra, sem ég
heimsótti á ferðum mínum, höfðu áður svarað spumingaskránni, en
misvel eins og gengur. Auk þess hafði ýmislegt nýtt borizt að í svörum
manna, sem ég vildi kanna nánar. Nú spurði ég þessa heimildarmenn
út í hörgul og tók öll svör þeirra upp á segulband. Var mikill flýtis-
auki að því, þar sem ég færði svörin síðan nákvæmlega inn, þegar ég
kom aftur heim. Ég beitti sömu aðferð síðar við nokkra heimildarmenn
annars staðar að af landinu.
Hver varð svo árangurinn? Mikill orðaforði barst um amboðin úr
öllum landshlutum, og raunar flaut alltaf ýmislegt með úr heyskapar-
máli almennt, því að ég gat ekki stillt mig um að spyrja um aðra hluti,
þegar svo bar undir. Þó nokkuð af þessum orðaforða er enn utan við
sjálf söfn Orðabókarinnar, eins og áður segir, en samt hefur talsverður
hluti hans verið skrifaður upp á seðla Orðabókarinnar.
Þegar tölvunotkun var komin nokkuð á veg hjá Orðabókinni, datt
mér í hug að nýta þetta undratæki í þágu þessa gamla verkefnis. Með
aðstoð svonefndrar Skrástoðar útbjó Jörgen Pind fyrir mig sérstaka
spjaldskrá, þar sem ég á að geta komið fyrir allri þeirri vitneskju úr
spumingaskránni, sem ég tel einhvers virði. Skal ég nú lýsa því laus-
lega, hvemig ég skráði upplýsingamar í tölvunni.
Ég valdi að tala fyrst um heiti. Á ég þá við almennt nafn á hlut,
sem tengist amboðinu, hvort sem það er bundið einstökum hlutum þess
eða á við lýsingu á ásigkomulagi þess yfirleitt. Þar get ég nefnt það að
efri hœll og neðri hœll á orfi eru almenn heiti, en svo eru mörg önnur
nöfn bundin hælunum, og sum þeirra allstaðbundin. Þau eru þá skrá-
sett í dálkinum Nafn, og þar koma öll þau nöfn sem ég hef haft spumir
af. Eru þau oft ótrúlega mörg, skipta jafnvel tugum, þegar allt er tínt