Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Side 172
170
Guðvarður Már Gunnlaugsson
Stefán segir (1932b:539) að fáir viðmælenda sinna hafi verið undirtvítugu og flestir
á miðjum aldri. Það kemur fram að allir þeir (alls 23), sem Stefán kannaði í Boigar-
firði, voru á aldrinum 18 til 70 ára (1932a:40) og sumir þeirra sem hann kannaði á
fjörðunum sunnan Loðmundarfjarðar voru fullorðnir menn (1932a:42). Annars kemur
það ekki skýrt fram á hvaða aldri fólkið var sem hann rannsakaði, en hann nefhir þó
að það sé erfitt að ná tali af öðrum en bónda (1932b:539). Einnig kemur fram að könn-
unin fór þannig fram að Stefán spjallaði við fólk (1932b:538) (samtalsaðferð). Hann
kannaði 73 varðandi harðmæli - linmæli á Héraði (1932b:544), yfir 200 vegna rödd-
unar- óröddunar (1932a:36, 39-43) og 111 á Héraði vegna flámælis, en ekki kemur
skýrt fram hve marga hann rannsakaði vegna annarra atriða, enda hefur hann sumt af
því eftir öðru fólki (sjá t.d. 1932a:44). Stefán flokkaði málhafa sína svo eftir bæjum og
sveitum (1932a:36).
Stefán flokkaði röddun - óröddun í hrein rödduð hljóð, blandað mál og eingöngu
órödduðhljóð (1932a:36) og reiknaði út hlutfall. Einnig athugaði hann upprunamanna,
þ.e. hvort menn væru innfæddir eða aðfluttir, og kannaði sérstaklega hvaðan aðfluttir
væru og hvemig framburð þeirhefðu (1932a:37).
Það kemur hvorki fram hvaða fyrirmyndir Stefán hefur haft að þessari rannsókn
sinni né af hverju hann notaði þessar aðferðir við könnun og úrvinnslu en ekki ein-
hveijar aðrar. Samt sem áður hefur rannsókn Stefáns og aðferðir hans haft töluverð
áhrif á Bjöm Guðfinnsson, að minnsta kosti notarBjöm oft líkar aðferðir (sjá 3.1), auk
þess sem hún er merkileg fyrir þá sök að vera fyrsta íslenska mállýskurannsóknin sem
unnið er úr.
Að öðm leyti var h'tið ritað um mállýskur á íslandi á fjórða áratugnum.
3.
3.1
A fjárhagsáætlun Ríkisútvarpsins haustið 1939 var ætlað nokkurt fé til málfegr-
unarog var það fyrsta skrefið að allsheijarrannsókn sem hófst sumarið 1941 (Bjöm
Guðfinnsson 1946:82-83). Bjöm Guðfinnsson ferðaðist síðan um landið ásamt fylgd-
armanni á ámnum 1941-43 og rannsakaði framburð 6.520 bama (1946:97) í flest-
öllum skólahverfum landsins í rannsókn sem hann kallaði yfirlitsrannsókn (1946:85-
86). Jafnframt þessum yfirlitsrannsóknum kannaði Bjöm framburð fullorðins fólks og
framkvæmdi sénrannsóknir, svo alls var hann búinn að kanna um 10.000 manns vetur-
inn 1943-44 (1946:98). Hann hélt siðan áfram sérrannsóknum víða um land f nokkur
ár.
Markmið Bjöms var að athuga framburð um allt land, útbreiðslu einstakra afbrigða
og að leitast við að komast eftir þróun einstakra mállýskna (1946:83). Hann rannsakaði
harðmæli - linmæli, röddun - óröddun, hv - kv, [g|] - [ij], [rl, m] - [(r)dl, (r)dn],
„réttmæli“ - flámæli, einhljóð - tvíhljóð á undan ng og nk, einhljóð - tvíhljóð á undan
gi og mörg fleiri atriði, t.d. einhljóðun tvíhljóða (Bjöm Guðfinnsson 1964:171-179 og
1981:13).
Astæðan fyrir því að Bjöm hélt sig eingöngu við framburðarmállýskur er eflaust sú
að aukinn áhugi á málhreinsun og málvemd þessara ára náði að miklu leyti til fram-