Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Side 175
íslenskar mállýskurannsóknir. Yfirlit
173
framburð fullorðinna líka (að minnsta kosti að einhveiju lcyti'), en ekkert hefur verið
unnið úr þeim rannsóknum.
Hreinn bendir á að böm séu yfirleitt ekki talinn öruggasti heimildahópur við máll-
ýskurannsóknir og gagnrýnir einnig þá aðferð Bjöms að reyna að ná í hvert bam á
aldrinum 10 til 13 ára og segir það algjöran óþarfa, sérstaklega í stómm bæ eins og
Reykjavík, sem þar að auki hafði vaxið svo mikið síðustu áratugina (1961-62:81).
Dahlstedt hefur orð á því að tölfræðilegir útreikningar séu íslensk mállýskuhefð og
nefnir Stefán Einarsson (1932) og Jón Aðalstein Jónsson (1953) sem dæmi, auk Bjöms
(1958b:33—36). Að lokum dregur Dahlstedt upp tvö kort yfir 8 íslensk mállýskuafbrigði
eftir niðurstöðum Bjöms (1958b: 40 o.áfr.). Hreinn Benediktsson (1961-62:86 o.áfr.)
dregur einnig upp kort yfir 7 íslensk mállýskuafbrigði eftir niðurstöðum Bjöms.7
4.
Eftir síðari heimsstyrjöld virðast ekki hafa verið gerðar nema þijár rannsóknir á ís-
lenskum framburðarmállýskum, aukRÍN. Fyrsta skal nefnarannsóknÁsgeirs Blöndals
Magnússonar á útbreiðslu [rd, yd, vd]-framburðar á sjötta áratugnum. Hann notaði at-
hugasemdir Bjöms M. Ólsens sem heimildir, en að auki spurðist hann fyrir um þennan
íramburð í útvarpsþáttunum um íslenskt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon 1959:11).
Ekki kemur fram hvað margir svömðu eða hvemig hann vann úr þeim upplýsingum
sem hann aflaði sér.
Sigríður Anna Þórðardóttir rannsakaði útbreiðslu [bð, |ð]-framburðarins veturinn
1976-77 (Sigríður Anna Þórðardóttir 1977:28). Hún sendi 82 mönnum bréf og spurðist
fyrir um framburðinn [bð] og [|ð] fyrir sambandið/ð (60 svör bámst). Einnig hlustaði
hún á framburð 99 manna af segulbandi, en segulbandsspólumar fékk hún hjá Stofnun
Áma Magnússonar á íslandi og Ríkisútvarpinu (1977:28). Á þessum spólum er þjóð-
fræðaefni víðs vegar að af landinu (1977:30-31), en efni ekki safnað með mállýskur
í huga. Starfsmenn OH spurðust fyrir um þennan framburð í útvarpsþáttum og einnig
...var spurst fyrir um hann munnlega" (1977:31). Svörin við bréfunum, sem bámst,
vom mismunandi og upplýsingarheimildaimanna misgóðar, t.d. voru tveir þeirra, sem
sögðust ekki nota eða þekkja þennan framburð, staðnir að því að hafa blandaðan fram-
burð (1977:30-31). Sigríður Anna fiokkaði síðan svörin og dró inn á kort útbreiðslu
[bð, gð]-framburðarins (1977:32).
Rannsókn Sigríðar Önnu er merk fyrir þá sök að hún notaði segulband að því er
virðist í fyrsta skipti í sögu íslenskra mállýskurannsókna. Hins vegar var efnið ekki
tekið upp með mállýskur í huga og þess vegna trúlega óþjált til mállýskurannsókna.
Ingólfur Pálmason og Þuríður Kristjánsdóttir fóm á vegum Kennaraháskóla íslands í
framburðarkönnun um sveitimar Öræfi, Suðursveit og Nes í A-Skaftafellssýslu sumrin
1977 og 1978 (IngólfurPálmason 1983:29). Könnun þein-a náði aðallega yfir þau fram-
burðarafbrigði sem Skaftfellingar eru þekktir fyrir (1983:30). Alls könnuðu þau 94 ein-
staklinga á öllum aldri eða frá 10 til 95 ára. Hér verður þessari rannsókn ekki gerð nein
7 Kenneth G. Chapman (1962) og Magnús Pétursson (1978b) draga líka upp kort
yfir nokkur fslensk mállýskuatriði.