Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 153

Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 153
RITFREGNIR 151 Færeyjum, svo og á tveimur tiltölulega þröngum svæðum í Svíþjóð, í Váster- botten og í Dölum, enn fremur í Nyland í Suður-Finnlandi. A öllum þessum málssvæðum er hins vegar taka meff nafnh. í sömu merkingu að mestu bókmál eða með öllu horfið. Nú er vandamálið að skýra tilvist þessara einangruðu svæða í þessu tilliti: Eru þetta leifar af eldra ástandi eða hliðstæð þróun sem gerzt hefur án beins sambands milli svæðanna? Báðar skýringarnar eru hugsan- legar í sjálfu sér, sé litið á málið eingöngu frá nútíðarsjónarmiði, og báðum skýringunum hefur verið beitt í mállýzkulandafræði þar sem um hefur verið að ræða hliðstæð fyrirbæri í sögu einstakra orða. Það er alkunnugt að einstök orð eða sérmerkingar hafa oft haldizt á jaðarsvæðum sem ekkert samband hafa sín á milli, en á miðsvæðinu milli þeirra hafa önnur orð komið í staðinn og útrýmt gömlu orðunum. En hér er uin að ræða setningafræðilegt atriði, sér- merkingu ákveðins orðasambands, en þesskonar atriðum hefur verið miklu minni gaumur gefinn í mállýzkulandafræði en útbreiðslu einstakra orða og orðmynda. Til þess að leysa úr þessu vandamáli hefur höf. rakið þróun þessara sagna í norðurlandamálum, og hefur íslenzkan orðið honum drýgst til fanga, en einmitt þess vegna er þessi bók girnileg til fróðleiks fyrir íslendinga. Fyrst er gerð grein fyrir notkun sagnanna í nútímamálunum. f stuttu máli sagt er ástandið þannig að fara með nafnh. er ráðandi í íslenzku og færeysku talmáli, en taka (og taka til) með nafnh. er bókmál sem lítt eða ekki er notað í mæltu máli. í norskum mállýzkum er bæði fara til og taka til með nafnh. notað að mestu á svipaðan hátt og fara í íslenzku. í sænskum mállýzkum, að frá- skildum þeim svæðum sem áðan voru nefnd, er algengast taka till (pa) með nafnh. eða með hliðskipaðri sögn. I dönsku þekkist /ara-sambandið ekki, en sambönd með tage koma allvíða fyrir. Höf. rekur nú þróun þessara sambanda í íslenzku. f fornu máli er fara með nafnh. því nær eingöngu notað þannig að fara hefur hreyfingarmerkingu og frumlagið er persóna. f nokkrum dæmum er hreyfingarmerking þó óljós, og þeim dæmum fjölgar eftir því sem lengra líður. Einstaka sambönd eins og fara (at) deyfa virðast orðin föst á 14. öld, en þar er hreyfingarmerkingin horfin. Frumlagið er að heita má alltaf persóna (ekki hlutur eða hugtak), og f óper- sónulegum samböndum kemur fara ekki fyrir í forníslenzku. Taka með nafnh. er aftur á móti algengt í byrjunarmerkingu og jafnt í persónulegum (bæði með persónu og annað að frumlagi) og ópersónulegum setningum. Það er ekki fyrr en á 17. öld að jara fer að vinna á í rituðu máli íslenzku, og taka lætur undan síga að sama skapi. Frá 18. öld eru dæmi um fara í ópersónulegum setn- ingum, og úr því virðist fara vera orðið ofan á í mæltu máli. Á 19. öld verður þó taka aftur algengara í sumum ritum, en höf. telur það áhrif frá fornbók- menntum, að það sé notað vísvitandi í andstöðu við talmálsnotkun á fara. Þetta er mjög sennilegt, ekki sízt þar sem dæmin eru úr ritum þeirra Jóns Thoroddsens og Benedikts Gröndals (Heljarslóðarorustu), svo og úr fslenzkum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenzk tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.