Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 153
RITFREGNIR
151
Færeyjum, svo og á tveimur tiltölulega þröngum svæðum í Svíþjóð, í Váster-
botten og í Dölum, enn fremur í Nyland í Suður-Finnlandi. A öllum þessum
málssvæðum er hins vegar taka meff nafnh. í sömu merkingu að mestu bókmál
eða með öllu horfið. Nú er vandamálið að skýra tilvist þessara einangruðu
svæða í þessu tilliti: Eru þetta leifar af eldra ástandi eða hliðstæð þróun sem
gerzt hefur án beins sambands milli svæðanna? Báðar skýringarnar eru hugsan-
legar í sjálfu sér, sé litið á málið eingöngu frá nútíðarsjónarmiði, og báðum
skýringunum hefur verið beitt í mállýzkulandafræði þar sem um hefur verið
að ræða hliðstæð fyrirbæri í sögu einstakra orða. Það er alkunnugt að einstök
orð eða sérmerkingar hafa oft haldizt á jaðarsvæðum sem ekkert samband hafa
sín á milli, en á miðsvæðinu milli þeirra hafa önnur orð komið í staðinn og
útrýmt gömlu orðunum. En hér er uin að ræða setningafræðilegt atriði, sér-
merkingu ákveðins orðasambands, en þesskonar atriðum hefur verið miklu
minni gaumur gefinn í mállýzkulandafræði en útbreiðslu einstakra orða og
orðmynda. Til þess að leysa úr þessu vandamáli hefur höf. rakið þróun þessara
sagna í norðurlandamálum, og hefur íslenzkan orðið honum drýgst til fanga,
en einmitt þess vegna er þessi bók girnileg til fróðleiks fyrir íslendinga.
Fyrst er gerð grein fyrir notkun sagnanna í nútímamálunum. f stuttu máli
sagt er ástandið þannig að fara með nafnh. er ráðandi í íslenzku og færeysku
talmáli, en taka (og taka til) með nafnh. er bókmál sem lítt eða ekki er notað í
mæltu máli. í norskum mállýzkum er bæði fara til og taka til með nafnh. notað
að mestu á svipaðan hátt og fara í íslenzku. í sænskum mállýzkum, að frá-
skildum þeim svæðum sem áðan voru nefnd, er algengast taka till (pa) með
nafnh. eða með hliðskipaðri sögn. I dönsku þekkist /ara-sambandið ekki, en
sambönd með tage koma allvíða fyrir.
Höf. rekur nú þróun þessara sambanda í íslenzku. f fornu máli er fara með
nafnh. því nær eingöngu notað þannig að fara hefur hreyfingarmerkingu og
frumlagið er persóna. f nokkrum dæmum er hreyfingarmerking þó óljós, og
þeim dæmum fjölgar eftir því sem lengra líður. Einstaka sambönd eins og fara
(at) deyfa virðast orðin föst á 14. öld, en þar er hreyfingarmerkingin horfin.
Frumlagið er að heita má alltaf persóna (ekki hlutur eða hugtak), og f óper-
sónulegum samböndum kemur fara ekki fyrir í forníslenzku. Taka með nafnh.
er aftur á móti algengt í byrjunarmerkingu og jafnt í persónulegum (bæði
með persónu og annað að frumlagi) og ópersónulegum setningum. Það er ekki
fyrr en á 17. öld að jara fer að vinna á í rituðu máli íslenzku, og taka lætur
undan síga að sama skapi. Frá 18. öld eru dæmi um fara í ópersónulegum setn-
ingum, og úr því virðist fara vera orðið ofan á í mæltu máli. Á 19. öld verður
þó taka aftur algengara í sumum ritum, en höf. telur það áhrif frá fornbók-
menntum, að það sé notað vísvitandi í andstöðu við talmálsnotkun á fara.
Þetta er mjög sennilegt, ekki sízt þar sem dæmin eru úr ritum þeirra Jóns
Thoroddsens og Benedikts Gröndals (Heljarslóðarorustu), svo og úr fslenzkum