Ritmennt - 01.01.2000, Side 68
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR
RITMENNT
til, so vel í andlegum efnum sem líkamleg-
um, lært, og ennfremur íhugað, so vel sem
við haldið. Og tekur þetta því lengra sem
maður á fleiri bækur og skilur fleiri tungu-
mál. [...] Eg vil ei tala um, hvílíkt gagn er
sjálfur að kunna lesa sendibréf annarra til
sín, helst þau er innihalda nolckur leyndar-
mál [...] Skemmtun er það mesta, því falli
manni tíðin löng, þá getur hann án ómaks
og kostnaðar skemmt sér að sögum og hvers
kyns öðru í bókum, sem hann hefir lyst til"
(17). Segja má að lestrarkunnáttan uppfylli
tvenns konar þarfir, rétt eins og skáldskap-
ariðlcunin, samkvæmt fóni, annars vegar
hafa menn af henni gagn og hins vegar gam-
an.13
Hugmynd Jóns um almenna skriftar-
lcunnáttu mun hafa verið nokkuð nýstárleg
á þessum tíma. Á öndverðri átjándu öld var
ekki hirt um að kenna öðrum börnum að
skrifa en þeim sem átti að setja til mennta.14
Jón telur aftur á móti að sleriftarlcunnátta,
rétt eins og lestrarkunnátta, sé „öllum þén-
anleg, hvert sem verða lærðir eða leilcir, yf-
irmenn eður undirsátar, eður hverninn
helst sem æfin byltist" (20).15 Hér er Jón
langt á undan sinni samtíð því að það var
elclci fyrr en árið 1880 aö sett var í lög að
ungmenni slcyldu, aulc lesturs og lcristin-
dómsfræðslu, hljóta kennslu í skrift og
reikningi fyrir ferminguna.16 Það gagn sem
Jón telur að slcriftarlcunnáttu er í fyrsta lagi
að með henni geti menn tiltrúað sendibréf-
um meiningu sína, sem hvorki ljúga né mis-
talca eftir, heldur slcila erindi sínu trúlega.
Einnig sé gott að geta slcrifað gjörningsbréf,
að skrifa sér upp fróðleilc, að slcrifa sér sitt-
hvað til minnis og að lokum nefnir hann að
slcrifa fróðleiksbælcur til uppbyggingar sam-
tíðarmönnum og eftirlcomendum. Slcriftin
var því mönnum tælci til slcöpunar og gagns;
til þess að lcoma slcipulagi á minningar sín-
ar og hafa samslcipti við aðra án þess að yf-
irvöld eða nágrannar gætu hnýst í þau.
Slcoðanir Jóns á þessu efni falla vel að lcenn-
ingum frönslcu sagnfræðinganna, Franpois
Furet og Jacques Ozouf, sem telja slcriftar-
lcunnáttu almennings eina helstu forsendu
nútímans og einstalclingshyggju.17
En livað áttu menn svo að slcrifa öðrum
til gagns og uppbyggingar? Um það fjallar
Jón m.a. í lcafla sem hann hefur um starfs-
svið presta á íslandi. Sýnist honum að þeir
slculi einlcum slcrifa um það sem heyrir til
þeirra embætti, svo sem góða móralíu eða
barnalærdóm, hugganir í ýmislegum tilfell-
um, hjartnæmar bænir og sálma ef þeir liafa
slcáldslcapargáfu. Ef þeir eru lærðir mega
þeir gjarnan slcrifa ritgerðir heimspekilegs
og guðfræðilegs eðlis, eða um þarflega hluti
sem almenningi við lcemur. Og ef þeir vilja
seilast til antiqviteta þá t.d. um lcristnisögu
eða sögu siðaslciptanna. Einnig væri gagn-
legt að slcrifa bólcmenntasögu en þó til-
lieyrði það prestum helst að slcrifa um scrip-
ta sacra eður ecclesiastica. Þetta er „sæmi-
13 Loftur Guttormsson hefur rannsakað þróun lestrar-
og skriftarkunnáttu í tengslum við kristindóms-
fræðslu og upplýsingu og birt niðurstöður sínar
m.a. í greinunum „Læsi" og „Ahrif siðbreytingar-
innar á alþýðufræðslu".
14 Sjá Loftur Guttormsson. Beinska, ungdómur og
uppeldi á einveldisöld, bls. 165-66.
15 Reyndar virðist Jón taka reikningskúnstina með
hér en þó er miklu minna um hana fjallað en lest-
ur og skrift.
16 Stjórnartíðindi fyrir ísland. A deild (1880), bls. 6-8.
17 Fran^ois Furet og Jacques Ozouf. Reading and
Writing, bls. 310-11.
64