Ritmennt - 01.01.2000, Qupperneq 110
HELGA KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR
RITMENNT
vegu. Þá ætti að setja nytsamleg sannindi
fram á skemmtilegan hátt því tilgangurinn
væri einnig að skemmta lesendum.
Skáld upplýsingaraldar töldu eklci saka,
til að eiga greiðari aðgang að lesendum, að
klæða boðskap sinn í umgjörð ævintýrsins
og krydda með spaugilegum uppákomum.
Nefna má þekkt rit frá fyrri hluta aldarinn-
ar, sem höfðu mikil áhrif, eins og Róbinson
Krúsó (1719) eftir Daniel Defoe, Ferðir
Gúllívers (1726) eftir Jonathan Swift og
ýmsar smásögur Voltaires, en þeirra þeklct-
ust varð Birtingur (1759).7 Þá má einnig
nefna Nikulás Klím eða Niels Klims Rejse
under Jorden (1741) eftir Ludwig Holberg,
sem reyndar var þýdd á íslenslcu árið 1745.8
Þess má sjá mörg dæmi í lcvæðum Eggerts
að hann beitir háði og slcopi til að lcoma
gagnrýni á framfæri.9 Hann notfærir sér
form ævintýrsins t.d. í Sótt og dauða ís-
lenskunnar og Tvídægru. í hinu fyrrnefnda
er íslenslc tunga gerð að umræðuefni og
lcjarni kvæðisins er gagnrýni á ástand henn-
ar en Eggert var einn af þeim fyrstu sem hóf
baráttu gegn erlendum máláhrifum. Kvæðið
er hugsað sem eins lconar leilcrit: íslenslc
tunga er persónugerð í lílci lconu sem liggur
á grafarbakkanum og sendir börn sín um
allt land til að finna einhvern sem talar gott
og hreint mál sér til bjargar. Börnin finna
engan sem talar hreina íslensku og móðirin
deyr. í hinu síðarnefnda ferðast sögumaður í
leiðslu yfir í land Sulckudokka, undarlegrar
þjóðar sem gerir lítið annað en að veiða fiðr-
ildi með hjálcátlegum tilburðum. Það er
ljóst að hér er um íslendinga að ræða, und-
arleg hegðun þeirra er eins lconar bölvun
sem hefur verið lögð á þá fyrir aö hafa hag-
að sér óslcynsamlega. í lcvæðinu slcopast
slcáldið að göllum íslendinga, lýsir t.a.m. út-
liti þeirra þannig:
Þeirra slcöpun og lílcams læti
litust mér æði nýstárlig:
trosnaðar allar tær á fæti,
teygðr fíngurinn hvörr um sig,
halcan á mörgum heldr slétt,
höndin bognuð og nefið brett.10
Elclci er tungutalc þeirra betra, en slcáldinu
virðist sem í Sulclcudolckalandi blandist
saman „Norðrálfunnar flestu sprolc". Kvæð-
ið er gagnrýni á leti og dugleysi íslendinga.
Augljóst er að slcáldið telur fiðrildaveiði-
mennina lifa stefnulausu lífi og aðhafast
fátt að gagni. Upphafserindi Tvídægru er vel
þelclct og þylcir með því besta sem Eggert
orti. Það hljóðar svo:
Heimspekin lömuð haltrar út,
heldr sjóndauf og niðrlút
þrammar í þessu landi;
7 Lesa má nánar um bókmenntir og skáldsagnagerð á
18. öld t.d. í Islenskri bókmenntasögu III, bls.
156-68 og hjá Helgu K. Gunnarsdóttur: Bókmennt-
ir, Upplýsingin á íslandi, bls. 220.
8 Þessi saga Holbergs (1684-1754), sem annars var
þekktastur fyrir gamanleiki sína, þykir nokkuð í
ætt við Ferðir Gúllívets, eina frægustu skáldsögu
18. aldar. Steinunn Haraldsdóttir, „í lystigarði
ljúfra kála", bls. 48, bendir á að Jón Ólafsson úr
Grunnavík, sem þýddi Nikulás Klím á íslensku,
hafi verið vinur Eggerts.
9 í sinni athyglisverðu grein Gaman og alvara í
kvæðum Eggerts Olafssonar bendir Sveinn Yngvi
Egilsson á að Eggert beiti háði og skopi sem list-
rænni aðferð og að sú ákveðna blanda gamans og al-
vöru sem hann notar sýni tengsl skáldskapar hans
við skrif erlcndra samtímahöfunda. Steinunn Har-
aldsdóttir fjallar einnig ítarlega um Eggert sem
„satýríker" í grein sinni „Saungvar skrýtnir og
satýrískir", Vefnir, án bls.
10 Eggert Ólafsson, Kvæði, erindi 14, bls. 134.
106