Ritmennt - 01.01.2000, Qupperneq 117
RITMENNT
HVERSU MIKIÐ ER NONNULLA7.
Latneslca orðið sem Hálfdan notar er non-
nulla, en það merkir strangt til tekið „elclci
ekkert" (non-nulla) þótt betra sé að þýða á
íslensku með „fátt eitt", „sumt" eða
„nokkuð". í einfaldri mynd er það ætlun
mín í þessari grein að grennslast fyrir um
hvað liggi að baki þessu orði og reyna að
meta að hve miklu leyti Hálfdan Einarsson
notaði skáldatal Páls Vídalíns (1667-1727)
við samningu bókmenntasögu sinnar.
Um Recensus
Áður en hægt verður að fjalla um hver skil
Hálfdan gerir Páli er nauðsynlegt að segja
nokkur deili á Recensus. Þegar Páll Vídalín
lést skildi hann eftir sig í bókasafni sínu í
Víðidalstungu óklárað handrit sem bar yfir-
skriftina Recensus Poetarum et Scriptorum
Islandorum huius et superioris seculi.3
Þetta rit hafði hann látið fyrrum nemanda
sinn í Skálholti, Halldór Einarsson, skrifa
eftir sinni fyrirsögn á meðan Halldór var á
vegum Páls í Víðidalstungu árin 1696-
1700.4 Sennilega hefur það verið undir lok
þessa tímabils því í bréfi til Magnúsar Ara-
sonar kapteins, dagsettu 21. desember 1722,
segir Páll: „Eg hefe firer meir enn 20 arum
skrifad nockur blod Qvibus titulum feci
Recensus poetarum et Scriptorum fslando-
rum hujus et superioris seculi þeir eru un-
gefer 200."5 Titillinn sjálfur staðfestir einn-
ig þennan ritunartíma því þar er vísað til
sautjándu aldar sem „þessarar" (huius).
Hálfdan Einarsson hefur fengið þetta hand-
rit að láni frá Bjarna Halldórssyni, tengda-
syni Páls Vídalíns, sennilega einhvern tíma
á sjöunda áratug aldarinnar,6 en handritið
var í hans eigu frá 1728 til dauðadags 7. jan-
úar 1773.7 Meðan Hálfdan var með
Recensus gerði hann ágrip eða útdrátt af rit-
inu sem nú er varðveittur í safni Jóns Sig-
urðssonar á handritadeild Lairdsbókasafns,
JS 569 4to. Eftir dauða Bjarna fékk sr. Þor-
steinn Pétursson á Staðarbaldca (1710-85)
handritið að láni hjá tengdasyni Bjarna (d.
1778) og gerði af því lauslega íslenslta þýð-
3 Samkvæmt lista Jóns Ólafssonar úr Grunnavík,
sem Jón Helgason taldi slerifaðan um 1730, yfir rit
Páls Vídalíns sem til voru í Víðidalstungu, en þar
kemur fyrir eftirfarandi lýsing: „Recensus Poéta-
rum et Scriptorum Island(icorum) hujus et Superio-
ris Seculi i 4'° mest ðll med hende Halldors Ein-
arss(onar). fátt frágeinged. og lá þad laust þar i
hreinslcrifad: var þad eige fleira ad mig minner enn
vita Sr Hallgr(ims) og Jöns Magnuss(onar) Syslu-
m(anns)." Sjá Jón Helgason: Bækur og handrit á
tveimur liúnvetnslcum höfuðbólum á 18du öld,
bls. 22.
4 Skrifarinn Halidór Einarsson bjó hjá Páli Vídalín í
Víðidalstungu eftir að Páll lét af embætti skóla-
meistara í Skálholti árið 1695 og þar til hann var
settur sýslumaður í Þingeyjarþingi „seint á árinu
1700 eða þó lieldur 1701". Sjá Boga Benediktsson,
Sýslumannaæfir, 1. b., bls. 113-17.
5 Jón Samsonarson hefur góðfúslega leyft mér að
nota uppskrift sína á texta bréfsins eftir Rask 57,
bls. 615-16 (eftirrit í Lbs 1651 4to), í óprentuðu
handriti með umfjöllun og skýringum við Recen-
sus Páls Vídalíns, sem ráðgert er að birtist sem ann-
að bindi útgáfu Jóns á því sem varðveist hefur af
skáldatali Páls Vídalíns.
6 Til er íslensk þýðing Jóns Konráðssonar frá Mæli-
felli (1772-1850) á formála bólcmenntasögunnar í
handriti JS 345 4to þar sem hann er dagsettur
„31sta Jul. 1772." Eins og Jón Helgason bislcup hef-
ur bent á (Meistari Hálfdan, bls. 106) þá stangast
þessi dagsetning á við prentaða útgáfu formálans
sem dagsett er 12. ágúst 1775 („pridie Id. Sextiles
anno p. n. Clir. MDCCLXXV"). Því er ekki ósenni-
legt að þýðingin sé byggð á handriti með þeirri dag-
setningu, þótt ekki sé kunnugt urn slíkt handrit.
Ólíldegt má teljast að svo viðamilcil villa hafi get-
að slæðst inn enda er þýðingin allvönduð.
7 Handritið var í dánarbúi hans þegar hann lést. Sjá
Jón Helgason: Bækur og handrit á tveimur liún-
vetnskum höfuðbólum á 18du öld, bls. 37.
113