Ritmennt - 01.01.2000, Page 124

Ritmennt - 01.01.2000, Page 124
GOTTSKALK JENSSON RITMENNT við orðunum „að dómi fyrrnefnds Páls Vídalíns" (ut laudatus Paulus Widalinus judicat). Það vekur þó athygli að Hálfdan sleppir alveg nokkrum orðum úr dómi Páls: „og ef til vill (elcki síðra en nolckurt annað lcvæði) þessarar aldar" (&> forte nec hujus seculi). Hálfdani hefur þótt Páll talca hér full mikið upp í sig, þegar hann heldur því fram að kvæði Jóns frænda síns sé ef til vill besta kvæði sem ort hafi verið á latínu, ekki aðeins af íslendingum, heldur og á 17. öld, hvar sem er í heiminum. Sigurður Pétursson hefur fjallað um þetta kvæði Jóns Vídalíns og tilurð þess í grein sem prentuð var í ráðstefnuriti 8. alþjóðlegu nýlatínuráðstefnunnar, sem haldin var í Kaupmannahöfn 1991.12 í greininni rekur Sigurður efni kvæðisins Calliopes Res pub- lica, sem varðveist hefur í handriti í British Library (Add. 11,198 4to) og í afskrift í Landsbókasafni (Lbs 1026 4to), og þar út- skýrir hann tilurð þess sem declamatio eða ræðu, í þessu tilviki borðræðu, sem flutt var í Skálholtsskóla vorið 1692, þegar rektorinn var enginn annar en Páll Vídalín. Kvæði Jóns Vídalíns er lofkvæði um Músu mælskulistarinnar í Skálholti. Við höfum einnig sagnir af því hve vel Páli líkaði lcvæð- ið, því Jón Ólafsson úr Grunnavík segir hann hafa samstundis ort þakkarkvæði til frænda síns á latínu, tólf vers undir sexliðu- hætti. Jón bætir við að Páll hafi verið „að versunum í hálfan tíma, og drakk pela mjaðar meðan hann var að þeinkja sig um."13 Þakkarlevæðið hefur einnig varðveist í uppskrift Jóns úr Grunnavík, en í því held- ur Páll því jafnvel fram, í 6. og 7. línu, að Jón Þorkelsson Vídalín hafi með latínukvæðinu Calliopes Res publica skapað efa um að hinn „málhvassi Maro" (altisonus Maro), það er rómverska skáldið Virgill, eigi lengur rétt á sigurpálmanum í skáldskaparlist. Slílct oflof átti kannski við á stund og stað, en Páll Vídalín virðist hafa endurtekið það í skáldatalinu, þótt í noklcuð breyttri mynd væri, og þessar ýlcjur vill Hálfdan elclci hafa eftir honum í riti sem ætlað var erlendum lærdómsmönnum. Snúum olclcur þá að öðru latínuskáldinu sem Hálfdan nefnir í sörnu grein (93-94): Þorsteinn Björnsson var prestur á Utskálum, þar sem hann gegndi prestskap urn margra ára slceið, eða þar til hann var sviptur embætti og fluttist búferlum að Setbergi. Að sögn Páls Vídalíns, í Skáldatali hans, sagði hann dóttur sinni fyrir lcvæði á latínu til þess að stytta sér stundir þeg- ar hann var orðinn blindur. Kvæðið ber yfir- slcriftina Setbergsnætur og fjallar um fylgjur og álfa, en af því stendur fnykur mikillar hjátrúar. Þetta lcvæði, sem varðveitt er í Arnasafni, er þó elclci laust við skáldskaparlist, og því er mannin- um, hrotnum af hrakföllum lífs síns, nokkur vorlcunn þegar hann hrasar. A sama stað er varð- veitt kvæði, án efa eftir sama höfund, um upphaf og frumefni heimsins og um nolckra þá hluti sem spruttu af upphafinu; svo og annað lcvæði um skyggna menn; og hið þriðja sem ber yfirskriftina Minning um gráðugan og óréttlátan dómara, það er satíra. Thorsteinus Biörnonis, Parochus Utskalensis, ubi Sacerdotio multis annis præfuit, donec offi- cio submotus in villam Setberg habitatum migraret. Hic, teste P. Widalino, in suo recensu poetarum, ut fastidia vitæ leniret, filiæ, captus oculis, dictavit latinum carmen, qvod inscripsit: Noctes Setbergenses, de Geniis Alfisqve, super- stitionem non mediocrem redolens. Asservatur 12 Sigurður Pétursson: jonas Widalinus Tlrorkilli Fili- us: Calliopes Respublica. 13 Jón Ólafsson, Um þá lærðu Vídalína, bls. lxiii-lxiv. 120
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.