Ritmennt - 01.01.2000, Qupperneq 124
GOTTSKALK JENSSON
RITMENNT
við orðunum „að dómi fyrrnefnds Páls
Vídalíns" (ut laudatus Paulus Widalinus
judicat). Það vekur þó athygli að Hálfdan
sleppir alveg nokkrum orðum úr dómi Páls:
„og ef til vill (elcki síðra en nolckurt annað
lcvæði) þessarar aldar" (&> forte nec hujus
seculi). Hálfdani hefur þótt Páll talca hér
full mikið upp í sig, þegar hann heldur því
fram að kvæði Jóns frænda síns sé ef til vill
besta kvæði sem ort hafi verið á latínu, ekki
aðeins af íslendingum, heldur og á 17. öld,
hvar sem er í heiminum.
Sigurður Pétursson hefur fjallað um þetta
kvæði Jóns Vídalíns og tilurð þess í grein
sem prentuð var í ráðstefnuriti 8. alþjóðlegu
nýlatínuráðstefnunnar, sem haldin var í
Kaupmannahöfn 1991.12 í greininni rekur
Sigurður efni kvæðisins Calliopes Res pub-
lica, sem varðveist hefur í handriti í British
Library (Add. 11,198 4to) og í afskrift í
Landsbókasafni (Lbs 1026 4to), og þar út-
skýrir hann tilurð þess sem declamatio eða
ræðu, í þessu tilviki borðræðu, sem flutt var
í Skálholtsskóla vorið 1692, þegar rektorinn
var enginn annar en Páll Vídalín. Kvæði
Jóns Vídalíns er lofkvæði um Músu
mælskulistarinnar í Skálholti. Við höfum
einnig sagnir af því hve vel Páli líkaði lcvæð-
ið, því Jón Ólafsson úr Grunnavík segir
hann hafa samstundis ort þakkarkvæði til
frænda síns á latínu, tólf vers undir sexliðu-
hætti. Jón bætir við að Páll hafi verið „að
versunum í hálfan tíma, og drakk pela
mjaðar meðan hann var að þeinkja sig
um."13 Þakkarlevæðið hefur einnig varðveist
í uppskrift Jóns úr Grunnavík, en í því held-
ur Páll því jafnvel fram, í 6. og 7. línu, að Jón
Þorkelsson Vídalín hafi með latínukvæðinu
Calliopes Res publica skapað efa um að
hinn „málhvassi Maro" (altisonus Maro),
það er rómverska skáldið Virgill, eigi lengur
rétt á sigurpálmanum í skáldskaparlist.
Slílct oflof átti kannski við á stund og stað,
en Páll Vídalín virðist hafa endurtekið það í
skáldatalinu, þótt í noklcuð breyttri mynd
væri, og þessar ýlcjur vill Hálfdan elclci hafa
eftir honum í riti sem ætlað var erlendum
lærdómsmönnum.
Snúum olclcur þá að öðru latínuskáldinu
sem Hálfdan nefnir í sörnu grein (93-94):
Þorsteinn Björnsson var prestur á Utskálum, þar
sem hann gegndi prestskap urn margra ára slceið,
eða þar til hann var sviptur embætti og fluttist
búferlum að Setbergi. Að sögn Páls Vídalíns, í
Skáldatali hans, sagði hann dóttur sinni fyrir
lcvæði á latínu til þess að stytta sér stundir þeg-
ar hann var orðinn blindur. Kvæðið ber yfir-
slcriftina Setbergsnætur og fjallar um fylgjur og
álfa, en af því stendur fnykur mikillar hjátrúar.
Þetta lcvæði, sem varðveitt er í Arnasafni, er þó
elclci laust við skáldskaparlist, og því er mannin-
um, hrotnum af hrakföllum lífs síns, nokkur
vorlcunn þegar hann hrasar. A sama stað er varð-
veitt kvæði, án efa eftir sama höfund, um upphaf
og frumefni heimsins og um nolckra þá hluti sem
spruttu af upphafinu; svo og annað lcvæði um
skyggna menn; og hið þriðja sem ber yfirskriftina
Minning um gráðugan og óréttlátan dómara, það
er satíra.
Thorsteinus Biörnonis, Parochus Utskalensis,
ubi Sacerdotio multis annis præfuit, donec offi-
cio submotus in villam Setberg habitatum
migraret. Hic, teste P. Widalino, in suo recensu
poetarum, ut fastidia vitæ leniret, filiæ, captus
oculis, dictavit latinum carmen, qvod inscripsit:
Noctes Setbergenses, de Geniis Alfisqve, super-
stitionem non mediocrem redolens. Asservatur
12 Sigurður Pétursson: jonas Widalinus Tlrorkilli Fili-
us: Calliopes Respublica.
13 Jón Ólafsson, Um þá lærðu Vídalína, bls. lxiii-lxiv.
120