Vera


Vera - 01.04.2002, Qupperneq 8

Vera - 01.04.2002, Qupperneq 8
Mynd: Þórdís Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir 1111 I Freydís Kristófersdóttir er 17 ára stelpa úr Mosfellsbæ sem stundar nám á félagsfræöi- braut við Menntaskólann í Hamrahlíö. Þrátt fyrir ungan aldur á hún dágóðan listferil aö baki. 12 ára gömul lék Freydís eitt aöalhlut- verkiö í kvikmyndinni Stikkfrí, ári seinna tók hún þátt í uppfærslu á leikritinu Pétur Pan, 15 ára lék hún í kvikmyndinni Ikingut og í fyrra- sumar lék hún í stuttmyndinni Feröin sem veröur væntanlega frumsýnd í sumar. Freydís er líka rappari og ekki hægt að segja annað en að söngferill hennar hafi byrjað meö eindæmum vel. Hún vann Rímnaflæðikeppni SAMFÉS árið 2001 og er fyrsta stelpan til að hljóta þann heiður. Rímnaflæöi er árleg keppni fé- lagsmiðstöðvanna sem ber vott um mikla grósku í rapp- heiminum, en I nóvember á siðasta ári kváöust 18 ung- menni á I yfirfullu húsi Miðbergs. Þann 4. apríl síðastliðinn flutti hún svo sigurlagið á útgáfutónleikum XXX Rottweilerhunda á Gauki á Stöng og vakti sá flutningur mikinn fögnuð áheyrenda. í framhaldi af því var henni svo boðið að troða upp á tónleikum Hins hússins sem verða væntanlega fyrstu vikuna í maí. Þrátt fyrir glæstan feril I kvikmyndum, leikhúsi og á tónleikasviði og þrátt fyrir að hafa verið fyrsta konan til að vinna Rímnaflæði, þá hefur farið afar lítið fyrir Freydísi í fjölmiðlum. Ákvað VERA því að fara á stúfana til að reyna að komast að því hvaða konu Freydís hefur að geyma. Orðin flæddu á blaðið „Upphaflega ætluðum ég og vinkona mín að taka þátt, bara til aö taka þátt, en svo settist ég niður og byrjaöi að semja textann og þá er eins og það hafi opnast fyrir eitthvert til- finningaflóð og orðin flæddu á blaöið. Ég held ég hafi skrifað þrjár blaðsíður án þess að stoppa," segir Freydís brosandi. Hún bætir reyndar við að vinkona hennar hafi ekki átt jafn auðvelt með að semja. Þegar á hólminn var komið dró hún sig til baka svo Freydís stóð ein eftir. Hún lét það þó ekki draga úr sér kjarkinn heldur kom, sá og sigraði keppnina með glæsibrag. Texti sigurlagsins er í raun tvíþættur. Fyrri hlutinn fjall- ar um fyrrverandi kærasta Freydísar, sambandsslit þeirra og hvernig hún hafi verið sterkari aðilinn. í síðari hlutanum talar hún um hvernig heimurinn er orðinn, um spillingu og þess háttar. „Ég fór frekar illa út úr þessu sambandi og var greinilega ekki alveg búin að vinna úr tilfinningum mínum þegar ég byrjaði að semja textann." Hún segir að þaö hafi hjálpað sér mikið að koma hugsunum sínum á blað og í rauninni hafi það verið nauðsynleg útrás fyrir innbyrgðar tilfinningar. stóla á segir Freydís rappari Sjálf segist Freydís vera alveg jafn gáttuð og VERA á því hversu litla umfjöllun hún fékk I fjölmiðlum eftir keppnina. Hún var einungis fengin I eitt útvarpsviðtal sem var fyrir neðan allar hellur. Ekki nóg með að þáttarstjórnandinn vildi fá aö ráða því hvaða skoðanir hún hefði, heldur bað hann Freydísi um að segja I beinni útsendingu að sér fyndist Bent í XXX Rottweilerhundum sætastur, svo hann gæti sagt ein- hvern ömurlegan aulabrandara á móti. „Ég tók það auðvit- að ekki I mál, ég átti kærasta og fannst þetta með eindæm- um hallærisleg beiðni.” Freydís getur ekki neitað því að I henni leynist svolítill femínisti. Karlremba fer mjög I taugarnar á henni og sér- staklega allt tal um að karlar hljóti nú að vera æðra kynið af því að þeir séu sterkari. í 10. bekk, þegar umræða af þessu tagi stóð sem hæst, var henni nóg boðið. Hún tók á það ráð að fara að lyfta lóðum á hverjum degi þar til hún réði við flesta strákana. „Þegar ég set mér takmark, þá vinn ég að því þangað til mér tekst það sem ég ætla mér - hvað sem það kostar." Strákarnir létu af þessum karlrembustæl- um og hún segir líka að þeir sem þekki hana viti mætavel að þaö þýðir ekkert að vera með slíka stæla I kringum hana. Ekki meta sjálfa sig út frá því hvaö öörum finnst I menntaskóla segist Freydís hafa fallið I þá gryfju að meta sjálfa sig út frá augum hins kynsins. „Á böllum fór ég að velta því fyrir mér hvort það væri eitthvað að mér ef engir strákar reyndu við mig. Það er hættulegt og bandvitlaust að hugsa svona". Hún var þó fljót að sjá að sér og nú kann hún að meta sjálfa sig að verðleikum óháð þvi hvað ein- hverjum strákaræflum kann að finnast. Henni þykir sorg- legt að vita til þess að það eru örugglega margar stelpur sem meta sjálfar sig út frá því hvað öðrum finnst og eru sí- fellt að reyna að uppfylla einhverja bjánalega fegurðar- staðla I stað þess að vera bara þær sjálfar og vera ánægðar þannig. Freydís er ekki búin að ákveða hvort hún ætli að leggja tónlistina fyrir sig. „Það kemur vel til greina. Allavega er ég opin fyrir öllu og reyni að semja þegar ég hef tima." Þrátt fyrir að vera rappsöngkona segist Freydís hlusta lítið á rapp sjálf. Það er þá helst að hún hlusti á bandarísku rappsöng- konuna Lil' Kim en hún er samt komin með leið á aö hlusta alltaf á hana syngja um það hvað hún sé harður nagli. Ann- ars er tónlistarsmekkur Freydísar frekar I eldri kantinum en hún heldur mikiö upp á tónlist frá 6. og 7. áratugnum. Að- spurð kveðst hún ekki eiga sér neinar fyrirmyndir, en hún hafi lært að það eigi að taka öllum fyrirmyndum með fyr- irvara til þess að verða ekki fyrir vonbrigðum. „Það er best að stóla bara á sjálfa sig." Freydís er greinilega ung kona með bein I nefinu sem lætur ekki vaða yfir sig á skítugum skónum. VERA hlakkar til að sjá hana láta að sér kveða á komandi árum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.