Vera - 01.04.2002, Page 15
I
karlkyns vaxtarræktartröllum og þeir myndu ákveða
aö nauðga þér? Hvað gætir þú gert þegar líkamleg-
ur vanmáttur væri algjör?" Þeir skilja það betur en
ef þeir reyna að ímynda sér að kona réðist á þá í
húsasundi."
Körlum líöur ekki vel á nektarbúllum
Finnst þér vera jafnrétti á íslandi?
„Auðvitað er ekki jafnrétti meðan konur hafa ekki
sömu möguleika til starfa og karlmenn og fá ekki
sömu laun fyrir sömu vinnu. En ég vil benda á að í
jafnréttismálum þá hallar ekki alltaf á konurnar. Það
erum líka við karlarnir sem erum í hálfgerðri kreppu.
Ég hef stúderað þetta mikið á vinnustööum þar sem
ég hef verið og ég hef komist að því að karlar eru
bæði skíthræddir og alveg ofsalega óánægðir. Ég
vann á dæmigerðum karlavinnustað fyrir nokkru og
þar voru umræðuefnin píkur og brjóst og snjósleðar
og jeppar allan liðlangan daginn. Það var unnið frá
átta á morgnana til ellefu tólf á kvöldin, en þess á
milli reyndu þeir að komast á snjósleðana sína eða á
barinn. Fjölskyldan sat á hakanum og allir voru óá-
nægðir, en enginn tók samt af skarið og sagði: „Svona
vil ég ekki hafa líf mitt." Það skortir svo mikið á það
að karlar taki mark á sjálfum sér og tilfinningum sín-
um og segi: „Svona vil ég hafa líf mitt og svona ætla
ég aö hafa líf mitt." Karlar lúffa fyrir öörum körlum
og spila hver annan upp í einhverja vitleysu sem fáir
hafa raunverulega gaman að.
Til dæmis að fara á nektarbúllur saman?
„Já, nektarbúllurnar eru ágætt dæmi um það. Ég
held að mörgum körlum líði ekki vel inni á slíkum
stöðum, en þeir halda að þetta snúist karlmennskan
um. Þeir hugsa ekki svo langt að þeir eru ekki einung-
is að sýna konunum lítilsvirðingu með því að lita á
þær sem kjötstykki á sviði, heldur eru þeir einnig að
sýna sjálfum sér litilsvirðingu og grafa þannig undan
eigin sjálfsvirðingu og sjálfsmynd með því að sýna
þann ótrúlega aulahátt að geta ekki hugsað með
höfðinu, bara tillanum."
Eru karlar þá í kreppu?
„Já, heimurinn er í kreppu og karlar eru þar engin
undantekning," segir Halldór og kímir. „En það er rétt
að karlar hafa ekki fylgt með í jafnréttisbaráttunni og
þeir vita margir ekkert um hvað hún snýst. Þeir fá
hroll og fara allir i vörn þegar þeir heyra um Rauð-
sokkahreyfinguna eða femínistana, en gera sér ekki
grein fyrir því að fyrst þarf uppreisnin að eiga sér stað,
en síðan þroskast baráttan og fullorðnast, báðum
kynjum til heilla. Ég held að jafnrétti sé okkur innst
inni eiginlegt og einskonar náttúrulögmál. Heimurinn
getur ekki virkaö öðruvísi. Ég held þó að það sé hug-
arfarsbreyting í gangi hjá fullt af fólki í samfélaginu.
Eins og svo margt annað, tekur hún bara allt of, allt
of langan tíma," segir hinn óþolinmóöi Halldór K. Lár-
usson aö lokum.
Aldrei hámarksrefsing
Við ræðum um hvers vegna svo fáir dómar falla i
nauðgunarmálum hér á landi og hvað sé til ráða.
Sönnunarbyrðin er öll á fórnarlambinu í slíkum mál-
um, en oftast bara tveir til frásagnar. Orðin „nauðg-
un" og „vitni" útiloka oftast hvort annað vegna þess
að konum er ekki nauðgað eða þær misnotaðar þeg-
ar vitni eru að glæpnum. Við erum sammála um að
þessi mál séu svo erfið einmitt vegna þess hve sönn-
unarbyrðin er sterk. „Dómskerfið er gamalt og þungt
batterí sem erfitt er að hagga," segir Halldór. „Það
þarf að breytast innan frá og ég er svo bjartsýnn að
ég held að það sé að gerast, þó að það gerist mjög
hægt. Það kom mér mikið á óvart þegar ég fékk vit-
neskju um það hjá starfsmanni hæstaréttar að há-
marksrefsing fyrir kynferðisofbeldi á íslandi er 16
ára fangelsi, sama refsing og fyrir manndráp. Mér
finnst það réttlát refsing vegna þess að stundum eru
fórnarlömbin lifandi dauð eftir atburðinn. Þau læra
ef til vill að lifa með honum, en sjálfsmynd þeirra er
brotin. Sjálfsfyrirlitningin og skömmin verður að
ráðandi þætti i persónuleika þeirra og það kostar
gríðarlegt átak fyrir þau að vinna sig út úr þessum
erfiðu tilfinningum. Hámarksrefsingu hefur þó
aldrei verið beitt og ekki einu sinni helmingi hennar.
Ógeðfelldasta nauðgunarmál síðustu áratuga, hið
svokallaða Helgafellsmál, hefði tildæmis vel getað
verið prófmál í þessu sambandi, en ekki var sá glæpa-
maður dæmdur í nema fjögurra og hálfs árs fangelsi.
Þetta er líka þversögn. Það þarf að vera til hefð fyrir
þungum refsingum, en sú hefð skapast aldrei vegna
þess að hefðin er ekki til staðar!"
15