Vera


Vera - 01.04.2002, Qupperneq 19

Vera - 01.04.2002, Qupperneq 19
talið eðlilegt að stelpa upplifði ekki ánægjulegt kynlíf fyrstu skiptin en þegar lengra liði myndi það fara batn- andi. Þessi mismunandi reynsla kynjanna hafði mikil á- hrif á það hvenær kynin fóru að stunda kynlíf á ný. Flestir strákarnir sögðust ekki hafa getað beðið eftir því að gera það aftur því þetta væri gott og skemmti- legt. Fljá stelpunum leið hins vegar þó nokkur tími, allt frá nokkrum mánuðum uppí ár, þar til þær höfðu kyn- mök á ný. Stelpur lýstu því að eftir því sem þær urðu reyndari kynferðislega, lærðu þær að njóta kynlífs og það varð mikilvægur þáttur af lífi þeirra. Kynhegöun ekki byggö á jafnréttisgrundvelli íslensk unglingamenning virðist leggja mikla áherslu á mikilvægi þess að strákum og stelpum sé gefinn kost- ur á að velja þegar kemur að kynlífi og kynhegðun. Hins vegar er þetta val ekki á jafnréttisgrundvelli með- al kynjanna. Því er enn viðhaldið að strákar séu „the man", eins og einn unglingurinn komst svo skemmti- lega að orði, ef þeir sofa mikið hjá. Stelpum er hins vegar ennþá gert „að halda línunni'' og passa „að hleypa ekki hverjum sem er uppá sig", eins og einn hafði á orði. Á undanförnum árum hefur þetta tvöfalda siðferði verið gagnrýnt af báðum kynjum og það tíðkast jafn- framt að strákar séu fordæmdir fyrir sína frjálslegu kynhegðun eins og stelpur. Hins vegar er þessi gagn- rýni á kynhegðun stráka oft á yfirborðinu og hefur lít- il sem engin áhrif á sjálfsmynd þeirra né hegðun. Stelpur á hinn bóginn verða stöðugt fyrir því að vera útskúfaðar vegna hátternis síns. í íslenskri unglinga- menningu er kynjunum jafnan gefinn kostur á því að ákveða hvenær þau byrji að stunda kynlíf en ekki með hve mörgum. Kynhegðun íslenskra unglinga er langt frá því að vera byggð á jafnréttisgrundvelli. Aö mínu mati er þaö útgangspunktur í þessari umræöu aö krefjast þess að bæöi strákum og stelpum sé gefinn kostur á aö taka þátt í heil- brigðu kynlífi þar sem ánægja, unaöur, jafnrétti og val er haft aö leiðarljósi. Umræða og aukin fræösla nauðsynleg Sú umræða sem hefur átt sér stað um kynhegðun ung- linga, og þá sérstaklega breytta kynhegðun unglings- stelpna, gefur til kynna að enn er langt í land hvað varðar jafnrétti. Stelpum er ekki ennþá gefinn kostur á að velja hvað varðar þeirra kynlíf. Því er ennþá stjórn- að af kröfum samfélagsins og af jafnöldrum þeirra. Að mínu mati er það útgangspunktur i þessari umræðu að krefjast þess að bæði strákum og stelpum sé gefinn kostur á að taka þátt í heilbrigðu kynlífi þar sem ánægja, unaður, jafnrétti og val er haft að leiðarljósi. Til þess að tryggja heilbrigðan lífsstíll íslenskra ung- linga verðum við að viðurkenna að unglingar stunda kynlíf og þau munu halda því áfram hvort sem okkur likar það betur eða ver. Á meðan við teljum hina „yf- irþyrmandi kynlífsvæðingu" vera ástæðu fyrir óheil- brigðu hegðunarmynstri íslenskra unglinga mun okkur ekki verða mikið ágengt. Það er nauðsynlegt að tryggja bæði strákum og stelpum möguleika til að njóta kyn- lífs. Með skynsamlegri umræðu og samskiptum þar sem orð eins og virðing, traust og ánægja eru lögð til grundvallar og með aukinni fræðslu munum við tryggja unglingum heilbrigt kynlíf. Höfundur lauk nýlega mastersprófi I kynja- og kynlifs- frœðum (Gender and Sexuality) og vinnur nú með unglingum á vegum ITR. Ranger handklæði 12 litir, 4 stærðir Framleidd á Ítalíu úr amerískri bómull. Frábærir eiginleikar og góð ending.. Skólavörðustíg 21 • Sími: 551 4050 • Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.