Vera - 01.04.2002, Side 37
A „flandri"
í útlöndum:
Aö storka mæðrahyggjunni
Ég þakka femínisma og mannfræði-
námi mínu það að ég gat blásið á dóm
götunnar þegar beinar og óbeinar
ásakanir herjuðu á mér. Ég gerðist
nefnilega svo djörf að „rjúka" í fram-
haldsnám til New York fyrir nokkrum
misserum og yfirgefa barnið mitt sem
varð eftir hjá föður sínum á íslandi.
Það var í raun áhugavert að fylgjast
með umræðunni um ákvörðun mína og
ekki síst því orðavali sem fólk kaus að
nota til að lýsa vanþóknun sinni á
ákvörðun minni. Hjá sumum var það
engu líkara en ég væri að fara í tómri
óráðsiu til útlanda og barnið yrði skilið
eftir eitt og yfirgefið útí móa. Allaveg-
ana gaf orðaval fólks það í skyn þar
sem sagt var að ég væri að „rjúka" til
New York og „skilja" barnið eftir. Ég lét
gagnrýnisraddir á hendur mér sem
vind um eyru þjóta þar sem ég vissi að
uppspretta þessara radda byggðist á
mæðrahyggju sem í stuttu og einföldu
máli felur i sér að mæður einar séu líf-
fræðilega hæfar til þess að sjá um
börnin sín og að aðeins óeðlilegar
mæður geti yfirgefið þau.
Mæörahyggja eða
fjölskylduhyggja?
Ég fór sumsé til Ameríku I tveggja ára
mastersnám. Fyrir hafði ég eignast
yndislegan einstakling sem þá var
fimm ára og deildum við foreldrarnir
forræðinu og umgengninni. Barnið bjó
nú hjá föður sínum og almannarómur
tuðaði og röflaði um að ég hefði skilið
barnið eftir, hjá föðurnum. Af slíkum
ummælum mætti álykta að feður eigi
annaðhvort að vera stikkfrí frá ábyrgð
uppeldis barna sinna eða að feður séu
svo umkomu- og bjargarlausir að þeim,
sem og börnunum þeirra, sé vorkunn
að þurfa að búa saman. Hvortveggja er
að rninu mati niðrandi fyrir feðurna og
segir meðvituðu fólki að mæðrahyggj-
an er enn mjög sterk í hugmyndafræði
almennings á íslandi.
A meðan margir íslendingar
fussuðu og sveiuðu yfir ábyrgðarleysi
mínu og ónáttúrulegri hegðun, þá
vöktu viðbrögð New York búa athygli
mína. Eins og flestir vita eru íbúar New
York borgar af öllum þjóðernum og til-
heyra mismunandi trúarhópum og
endurspeglaði vinahópur minn þessa
fjölbreytni. Ég átti því von á öllu
mögulegu en sökum minna eigin for-
dóma gagnvart útsölufeministum, þ.e.
konur og karlar sem segjast ekki vera
feministar en eru það, og öfugt, var ég
með öllu óviðbúin þeim viðbrögðum
sem komu. Langflestum sem ég kynnt-
ist brá mjög við þær fregnir að ég ætti
barn þar sem ég var enn í námi. í
Bandaríkjunum er víst mjög erfitt að
gera hvortveggja og flestir reyna að
mennta sig fyrst og eiga svo börn.
Næsta spurning var undantekninga-
laust hvort barnið hefði komið með
mér til New York og þegar þeirri spurn-
ingu var svarað neitandi var aftur und-
antekningalaust spurt hvort barnið
væri hjá foreldrum mínum. Þar sem ég
var ekki gift ályktuðu vinir minir og
kennarar að faðirinn væri einnig stikk-
frír eða óhæfur sem foreldri vegna
kynferðis síns en í megindráttum
fannst fólki í New York það vera mjög
áhugavert að ég skyldi fara í nám og
ég var eindregið hvött áfram. Var
þarna fjölskylduhyggja á ferðinni? Ég
var satt að segja mjög undrandi á þess-
um mun milli íslendinga og annarra
jarðarbúa. Annars vegar var ég vond
og ábyrgðarlaus en hins vegar ákveðin
og framtakssöm að fara í nám til að
tryggja framtíö mína og að sjálfsögðu
barnsins.
Hvaö er aö móðurinni?
Að loknu námi mínu áttu aðdáendur
mæörahyggjunnar mjög erfitt tímabil
þar sem hin hirðulausa móðir hélt
áfram að leika lausum hala. Faðirinn
hafði flutt út á land með barnið og það
var nú komið á skólaaldur. Móðirin
fluttist aftur á móti til Reykjavíkur og
bjó nú hjá foreldrum sínum, barnslaus.
Mörgum fannst að það væri skýlaus
Annars vegar var ég vond og
ábyrgðarlaus en hins vegar
ákveöin og framtakssöm að
fara í nám til aö tryggja
framtíð mína og að sjálfsögðu
barnsins.
réttur minn eða barnsins að flytjast til
mín frá föðurnum sem hafði hugsað
um það I eitt og hálft ár án mikilla af-
skipta móðurinnar. Forsendur krafn-
anna voru heldur fljótandi og erfitt að
skilgreina þær. Sumum fannst greini-
lega óþægilegt að barnið skyldi ekki
tafarlaust flytjast til móður sinnar en
aðrir litu svo á að faðirinn hlyti að hafa
verið í barnfóstruhlutverki þennan
tima og nú væri sumarleyfistiminn
runninn upp. Þessar óbeinu kröfur
vöktu mig til umhugsunar um hvern
væri verið að hugsa um er kæmi að
slíkum málum. Fólk almennt virtist
rugla saman umgengnisrétti og for-
ræðisfyrirkomulagi, svo ekki sé minnst
á að mér alls óskylt fólk hóf að taka
það persónulega til sin að ég skyldi
ekki gera kröfu um að barnið flyttist til
mín.
Enn á ný hófust miklar vangaveltur
út í bæ um það hvar barnið ætti að
vera. Af þeim skoðanaskiptum að
dæma virtist svo vera að réttur barns-
ins væri enginn og ómarktækur. í öðru
sæti hins fljótandi valda- og réttinda-
lista sem gefinn var út óbeint og
óopinberlega, sat hin þögli faðir sem
samkvæmt þessu átti ekki beint tilkall
til barnsins nema að lagalegu leyti.
Siðferðislega og samfélagslega til-
heyrði barnið móðurinni sem trónaði
efst á listanum. Það að í mínu tilviki
voru báðir foreldrar jafnhæfir og báð-
um þótti þeim vænt um barnið sitt
mörgum mikil ráðgáta. Var hugsanlegt
að móðir sem virtist vera i lagi - var
ekki með heróínnálina fasta í hand-
leggnum og ágætlega menntuð - væri
óhæf? Jú, fyrst hún krafðist þess ekki
að fá barnið tafarlaust, hlyti eitthvað
að vera að. Þessi reynsla hefur kennt
mér að fólk er aldrei óháð hvert öðru.
Þrátt fyrir að við séum einstaklingar í
samfélagi er samfélagið Við og erfitt,
ef ekki ómögulegt er að skilja þar að.
37