Vera


Vera - 01.04.2002, Qupperneq 43

Vera - 01.04.2002, Qupperneq 43
Blóm í haga og bólgin augu tfli Frjóofnæmi er nokkuö algengt vandamál, en taliö er aö um 5% fullorðinna og um 20°/o barna og unglinga þjáist af því hér á landi. Þrátt fyrir aö sjúkdómurinn sé yfir- leitt nokkuö saklaus getur hann valdiö mikilli vanlíöan. „Það var ömurlegt að fara upp í sumarbústað þegar ég var unglingur," segir Vigdís Másdóttir sem fékk fyrst frjóofnæmi þegar hún var tólf ára. „Allt í einu þrengdist öndunarvegurinn, nefið stíflaðist, ég fékk óstjórnlegan kláða i augun og tárin láku úr þeini. Svo varð ég öll rauð og þrútin i framan. En verstur var kláðinn í augunum." Vigdís segir að einkennin séu verst þegar hún er þar sem mikið er af gróðri og finnur hún mest fyrir þeim í ágúst. „Ég get komist hjá því að finna mikið fyrir þessu hér í bænum en einkennin verða strax augljósari þegar ég er þar sem mikið er af grasi og gróðri. Ég er því ekki mikið að hlaupa út í skóg eða fara inn í hlöður." „Ég fékk fyrst ofnæmislyf fyrir börn en varð afskaplega syfjuð af þeim og sofnaði alltaf þegar ég hafði tekið þau. Þegar við fórum upp í sumarbústað var ég því bara inni, sofandi." Vigdís segir að ofnæmið hafi smám saman horfið þegar hún eltist en hafi svo skyndilega komið aftur síðasta sumar. „Nú er ég komin á ný lyf og verð ekki jafn þreytt af þeim." Einkennin líkjast kvefi Tímabil frjóofnæmis hér á landi er bundið við tíma- bilið maí - september. Birkifrjó valda usla í maí og byrjun júní en grasfrjó ná hámarki seinni hluta júlí og í fyrri hluta ágúst. Á heitum og þurrum sumrum er meira um frjókorn í lofti. Ofnæmi stafar af því aö ónæmiskerfi líkamans myndar of mikið af sértækum ofnæmismótefnum (IgE) gegn próteinögnum eins og frjókornum, við endurtekið áreiti. Yfirleitt þarf einstaklingur að vera útsettur fyrir frjókornum i a.m.k. tvær til þrjár árstíðir áður en ofnæmiseinkenni koma fram. Börn yngri en þriggja ára greinast því mjög sjaldan með frjóofnæmi. Einkenni frjóofnæmis geta líkst venjulegu kvefi. Oft fylgir mikill kláði í augum, nefi og gómi, ásamt nefrennsli, hnerra og nefstíflu. Einkenni frá kinnholum, ennisholum og miðeyrum geta verið afleiðingar af langvarandi bólgum í nefholi. Einnig geta komið fram astmaeinkenni með hósta, jafnvel hvæsandi útöndun og andþyngslum. Sjúklingar geta fengið svokallaðan áreynsluastma, sérstaklega við hlaup, en oft kemur þetta eingöngu fram á sumrin. Frjóofnæmi veldur oft verulegum óþægindum en hægt er að vinna gegn því með lyfjum. Einkenni frá augum og nefi eru meðhöndluð með lyfjum svokölluð andhistamín. Oftast eru andhistamín í töfluformi, en þau eru einnig til sem mixtúrur. Þá eru til augndropar og nefúði til staðbundinnar notkunar. Lyfin draga úr kláða og hnerra og þurrka að einhverju leyti slimhúðina. Oft er hægt að taka þessi lyf eftir þörfum en stundum er nauðsynlegt að taka þau reglubundið. Ofnæmislyf geta valdið aukaverkunum, til dæmis syfju, höfuðverk og óróa. Nú eru til langvirk ofnæmislyf sem valda minni syfju. Heimildir eru fengnar af netsidunni doktor.is, þar sem nálgast má frekari upplýsingar um efnið. Jafnframt iiggja bœkiingar um frjóofnœmi frammi i apótekum. i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.