Vera - 01.04.2002, Síða 51

Vera - 01.04.2002, Síða 51
Konur fót a konur Að velja sér föt getur oft vafist fyrir konum. Það þarf að ganga á rnilli búða og máta og þar geta speglarnir verið óhemju miskunnarlausir. En ef vinkonurnar eru með og hjálpa til við fatavalið verður allt miklu skemmtilegra. Vera leitaði til kvenna sem vinna í sömu starfsgrein og fékk þær til að velja föt á eina úr hópnum. Arangurinn má sjá í næstu opnu. Arkitektarnir Sólveig Berg, Halldóra og Asdís áöur en farið var í leiðangur til að velja föt á Halldóru. A i^^rkitektarnir Sólveig Berg Björnsdóttir og Asdís Agúst- dóttir, sem vinna á Yrki - arkitekar, Hverfisgötu 76, tóku að sér að velja föt á arkitektinn Halldóru Vífilsdóttur sem bæði vinnur sjálfstætt og á Teiknistofunni Óðinstorgi. „Þær völdu á mig föt sem ég get verið í ef ég þarf að vera frekar fín í vinnunni, t.d. að mæta á fund þar sem ég er að kynna verkefni eða semja um verkefni," segir Halldóra. „Þetta er ekkert ósvipað þeim stíl sem ég hef sjálf, ég klæðist gjarnan svörtu og hvítu. Fötin er frá GK - konur i Kringlunni og eru íslensk hönnun úr línu sem nefnist Reykjavík collec- tion, svartar buxur, þunnur hvítur kjóll og köflóttur frakki. Eg er líka mjög hrifin af skartgripunum sem eru frá Guðbjörgu Ingvarsdóttur skartgripahönnuði i Aurum, Laugavegi 27." Eva, Auður Kristín og Erla eru íþróttakennarar og vinna því oft i iþróttafötum. Þær hafa gaman af aö klæða sig upp á þegar heim kemur. Iþróttakennararnir Eva Björnsdóttir, sem reyndar vinnur líka sem flugvirki, og Erla Sigurbjartsdóttir kennari við Lindaskóla i Kópavogi völdu föt á Auði Kristínu Ebenezersdóttur sem kennir við Salaskóla í Kópavogi. „Við sem vinnum í jogginggöllum höfurn gaman af að gera okkur svolítið fínar eftir vinnu," segir Auður Kristín. „Þær vita að ég hef gaman af fallegum fötum en er ekki mikið fyrir að vera í kjól eða pilsi. Af því að sumarið er á næsta leiti völdu þær sumarleg föt úr Sportmax linunni hjá Max Mara, Hverfisgötu 6. Þetta eru svona milli-fín föt sem ég gæti verið í þegar ég fer út á kvöldin, t.d. á krá eða í bíó. Buxurnar eru hvítar og um mittið völdu þær svart sjal, síðan er gegnsæ, munstruð mussa sem minnir á hippatímabilið, en ég tók ekki annað í mál en vera í svötum toppi innanundir. Skargripirnir frá Aurum eru líka mjög fallegir, úr nýrri línu frá Guðbjörgu, smiðaöir úr silfurplötum með sérstakri áferð."

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.