Vera - 01.04.2002, Page 56

Vera - 01.04.2002, Page 56
„Út um allan heim á fólk sér þá einföldu ósk aö fá aö lifa í friöi og vera hamingjusamt. Krafan er nú ekki meiri." i Mynd: Þórdís Netást til Ástralíu Intemetið hefur ekki bara verið starfsvettvangur Birgittu síðan hún kynntist því, það hefur líka fært henni ástina. Birgitta lýsti því fyrir lesendum Veru, í 2. tbl. 2000, hvernig netástin dró hana til Ástralíu . Þang- að hafði hún flogið rétt fyrir aldamótin með son sinn Neptúnus til að búa með núverandi manni sínum, Daniel Johnson, en þau höfðu þá þekkst I gegnum net- ið í þrjú ár. Þau fluttu síðan til íslands í lok ársins 2000 en þá hafði nýr meðlimur bæst I fjölskylduna, sonurinn Delphin. „Það var fróðlegt og skemmtilegt að búa í Ástralíu þetta ár og kynnast þessari fjarlægu þjóð. En ég fór í eitthvað undarlegt sálarástand, það var eins og ég væri á röngunni. Allt sem ég er ekki hér var ég þar. Ég var meira að segja með heimþrá og ég missti alla sköpunargleði en hún kom aftur um leið og ég kom heim. Kannski hafði það áhrif að ég var ófrísk mestall- an tímann en Delphin fæddist 7. nóvember 2000," seg- ir Birgitta. „Þegar við komum út var hásumar og mikill hiti. Við bjuggum uppi í sveit þar sem villt náttúra landsins fékk aö njóta sín. Þarna er ótrúlega fjölbreytt dýralíf, fuglar sem öskruðu eins og apar, leðurblökur, fljúgandi kakkalakkar, risa kóngulær og alls kyns skor- dýr sem mér tókst ekki að taka í sátt. Ekki langt frá voru bestu strendur Ástralíu og þaðan á ég mínar bestu minningar frá landi andfættlinganna." Aö fæöa án verkjalyfja Delphin var bara sex vikna þegar þau fluttu heim í myrkriö. Birgitta segist mega til með að lýsa því hve fæðing hans hafi verið frábær en hann er þriðja barn hennar. „Ég hef aldrei fundið eins lítiö fyrir verkjum og i þetta skipti því ég fékk að vera í stóru baðkari á með- an útvíkkunin átti sér stað. Síðan fór ég upp úr baöinu og fæddi á hnjánum. Það er svo miklu eðlilegri stelling en að liggja á bakinu. Hann var 18 merkur en ég rifn- aði ekkert og fann varla fyrir verkjum. Ég tel að það gefi konum mikinn styrk og jarötengingu við móður- hlutverkið að geta fætt án verkjalyfja. Ef maður getur það getur maður allt," segir hún af sannfæringu. Hún segist hafa lagst í hýði þegar hún kom heim, látið sér líða vel með fjölskyldunni enda þarf hún ekki að fara nema að tölvunni til þess að vinna. „Ég hugsa að margir viti ekki að ég kom heim fyrir einu og hálfu ári," segir hún og glottir. Úti í Ástralíu byrjaði hún að þýða skáldsöguna sína Dagbók kameljónsins á ensku og hefur haldið því áfram. Þá bók hefur hún verið að skrifa af og til í fimmtán ár. „Þetta er þroskasaga barns sem elst upp í sjúku umhverfi. Tilgangurinn er að sýna að það er hægt að ganga í gegnum erfiða lífsreynslu og draga af þeirri reynslu bæði þroska og mannkærleika. Valkostirnir eru alltaf til staðar, annars vegar að láta það sem kemur fyrir mann brjóta sig niður, hins vegar að rísa upp og láta það gera okkur sterkari og mann- eskjulegri. Þetta er mjög persónulegt verk og verður sett upp eins og gömlu dagbækurnar mínar. Ég hef tekið þá ákvörðun að gefa hana eingöngu út á ensku vegna þess að ég held að fólk muni lesa of mikið af mér í henni hérlendis og það er ekki tilgangur bókarinnar. Mér finnst gaman að leika mér að þessum mörkum hins raunverulega og þess sem er skáldskapur. í raun og veru er afar erfitt fyrir mig að draga mörk í því sam- hengi þegar kemur að minningum vegna þess að minn- ingar eru það sem maður er í dag. Síbreytilegar og lif- andi. Þess vegna mun þessi bók ekki flokkast undir sjálfsæfisögu. Bókaútgáfa án landamæra Ég stofnaði útgáfufyrirtækiö Beyond Borders á netinu siðastliðið haust, á slóðinni http://this.is/poems. Þar er hægt að panta bækurnar sem ég bý til eftir hendinni og sendi viðkomandi. Upphafiö að þessu var að búa til vettvang fyrir mín hugverk og fyrsta bókin sem kom út var Ijóða- og myndlistarbókin mín Wake up. Hún er að miklu leyti handgerð og til aö fullkorima verkiö sting ég yfirleitt einhverju í hverja bók, eins og þurrkuðum villiblómum sem ég hef tínt eða laufblaði eða kannski Ijósmynd. Mér finnst einmitt svo gaman að geta gert bækurnar persónulegar. Að það sé manneskja bak við verkið. Síðan fór ég að fá beiðnir um að gefa út verk eftir skáld víðsvegar um heiminn og mun gefa út nokkrar bækur í ár, ásamt safnbókunum. Ber þar helst að nefna Ijóðabók eftir bandaríska skáldið Michael Lohr sem ég mun gefa út á íslensku og ensku og er hún væntanleg í júlí. Ég varð mjög hrifin af Ijóðunum hans því þau eru eins og karlleg útgáfa af mínum Ijóöum. Ég yrki mikið um íslenskar gyðjur og goð og bý til myndir úr hulduheimum en tengsl okkar íslendinga við þá heima eru mun meiri en við gerum okkur grein fyrir. Ljóðin mín eru einföld, með zenískum undirtóni og lýsa oft alheimsvitund og egolausri verund. Ég bý líka til myndir og þessi útgáfuaðferö gerir mér kleift að láta 56

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.