Vera - 01.04.2002, Page 61
Kynning
Reyklausa kaffihúsið hjá
Reyni bakara á Dalvegi 4 í
Kópavogi er vinsæll viðkomu-
staður frá kl. sex á morgnana
en það er eina bakaríið á höf-
uðborgarsvæðinu sem opnar
svo snemma. Fólk sem er svo
snemma á ferðinni kann vel
að meta það að geta sest inn
og fylgst með ilmandi brauð-
inu koma úr ofninum og fylla
hillurnar. Reynir býður upp á
hefðbundnar brauðvörur og
dýrindis tertur. Hann segist
halda sig á hefðbundnu lín-
unni og bakar brauð sem eru
á „þýsku línunni".
„Það héldu margir að ég væri orðinn vitlaus þegar ég opnaði bakaríið hér á
Dalvegi fyrir átta árum en þá var sáralitil byggð komin hér í Smára-
hvammslandi. En ég var búinn að spá í skipulagstillögurnar og reiknaði út að
ég yrði í alfararleið þegar fram liðu stundir. Og sú hefur orðið raunin, bæði
hefur byggðin þanist út og við opnun Smáralindarinnar jókst umferðin enn og
það hefur komiö okkur til góða," segir Reynir Þorleifsson bakarameistari.
Reynir vann i Bernhöftsbakarii í 11 ár en hafði tekið sér frí frá bakstri um
skeið þegar hann opnaði á Dalveginum. „Við fórum rólega af stað hérna en nú
er ég búinn að opna útibú í Hamraborginni og það er alltaf nóg að gera."
Reynir bakar oft gamaldags kökur sem fólk man eftir úr æsku sinni og seg-
ir þær njóta vinsælda. Sama er að segja um Hressó tertuna sem bæði er hægt
að kaupa heila og í sneiðum en höfundur hennar, Sigmundur Smári Stefáns-
son, vinnur hjá Reyni en hann vann árum saman i Hressingarskálanum í Aust-
urstræti. „Marsipanterturnar okkar eru vinsælar I veislum og sama má segja
um Konudagstertuna sem er með léttari rjóma en hefðbundnar rjómatertur.
Við bökum kökur fyrir sykursjúka og glutenfrí brauö eftir pöntun og bjóðum
upp á Speltbrauð sem er það nýjasta á markaðnum. Hveitið í það er malað eins
og gert var fyrr á öldum og það þykir hollara," segir Reynir aö lokum.
24 sm 4.480
26 sm 5.390
28 sm 5.780
Irá kr. 1.110
eftir þér aö fá þér
Þessa frábæru pönnu
Einar
Farestveit & Co hf
Morgunhanar
koma í kaffi
Borgarlúm 28 562 2901 og 562 2900
www.ef.is
61