Vera - 01.04.2002, Qupperneq 73
Grænmeti í áskrift!
Garðyrkjustöðin Akur í Laugarási í Biskups-
tungum hefur ræktað lífrænt grænmeti í 10 ár.
Helstu afurðir eru tómatar, gúrkur og paprikur í
ýmsum litum en einnig kirsuberjatómatar og
chile-pipar. Vinsæl nýjung í sölu þeirra er að
bjóða fólki áskrift að ákveðnum skammti af
grænmeti sem sent hefur verið á Vöruflutninga-
miðstöðina en í sumar verður einnig hægt að
nálgast skammtinn í Uppgripsverslunum Olís.
Vera ræddi við Þórð G. Halldórsson sem rekur
Akur ásamt konu sinni, Karólínu Gunnarsdóttur.
„Lífræn ræktun byggist á því aö lífrænn áburður er notaöur
til aö gera jarðveginn frjósaman þannig að hann sé sem best
i stakk búinn aö fóöra þær jurtir sem í honum vaxa Okkur
hefur nú tekist aö ná svipaðri meöalframleiöslu og bændur
sem rækta í mold með tilbúnum áburði," segir Þórður en
bætir viö aö raunar rækti fæstir gróðurhúsabændur lengur i
mold, heldur noti steinull eins og gert er víðast erlendis.
Aö loknu námi í Garöyrkjuskóla ríkisins 1984 fór Þóröur
til Járna í Svíþjóð og læröi lífræna ræktun á Rudolf Steiner-
Seminariet. Síöan var hann garðyrkjustjóri á Sólheimum í
Grímsnesi í þrjú ár eöa þangað til þau hjón keyptu Akur
1991. „Okkur langaði aö þróa lífræna ræktun betur og feng-
um styrk í áburðarverkefni sem við þróuðum í þrjú ár. Eftir
fimm ára tilraunir náöum viö hámarksuppskeru og höfum
ekki veriö í vandræðum með aö selja hana." Þóröur segir aö
upphaflega hafi þau verið i viöskiptum við hefðbundið dreif-
ingarfyrirtæki en þaö gekk ekki nógu vel og því tóku þau sjálf
að sér söluna. Þau kynntust erlendis þeirri aðferö aö selja i
áskrift og eru ánægð meö viðtökur landans.
„Fólk kann vel að meta það að fá grænmetið beint frá
framleiðanda þvi þá er það öruggt um gæðin. Einstaklings-
skammtur í áskrift kostar 2.500 krónur í hvert sinn en hóp-
skammtur er að lágmarki 3.000 krónur. Við höfum verið í
samstarfi við garðyrkjustöðvarnar Engi og Hæðarenda og
höfum því bættvið úrvalið útiræktuðu grænmeti, kryddjurt-
um og salati, allt lífrænt að sjálfsögðu. Grænmeti frá okkur
hefur líka verið til sölu í heilsubúðum, hjá nokkrum smærri
kaupmönnum, í nokkrum Hagkaupsbúðum og í Nóatúnsbúð-
unum," segir Þórður og bendir á að einfalt sé að komast í
áskrift, bara að hringja i Akur.
w w w. borgarvefsja. is«
twmáaT M
í Borgarvefsjánni er að finna
upplýsingar um alla göngustíga
og gönguLeiðir í Reykjavík.
Njóttu þeirra möguleika sem útivistar-
svæði Reykjavíkur bjóða upp á með
aðstoð Borgarvefsjárinnar.