Vera - 01.08.2002, Side 9

Vera - 01.08.2002, Side 9
Hvað er Falun Gong? Falun Gong, einnig þekkt sem Faiun Dafa. er ævaforn aðferð til andlegs þroska og stj'rktar huga og líkama og var fyrst kynnt opinberlega árið 1992 af Mr. Li Hongzhi. Æfingakerfið felur í sér finnn mjúk- ar æfingar sem auðvelt er að læra. Iðkunin miðar að því að þroska innri gerð eða innra hugar- ástand manneskjunnar og felur það í sér marga þætti. m.a. að láta af neikvæðri hegðun, láta sig minna varða persónuleg áföll eða ávinninga, sleppa tökun- um af óheilsusamlegum lifnaðarháttum og tileinka sér grundvallaratriðin: Sannleiksiðkun, samkennd og umburðarlyndi. Æfingarnar eru sagðar opna orkurásir líkamans og stuðla þannig að líkamlegri hreinsun og strykja orkuflæðið þannig að fólk upplifir innri frið, er end- urnært og fyllt orku. Fólk sem lagt hefur stund á æf- ingarnar hefur greint frá afar góðum áhrifum á lík- ama og huga auk dýpri andlegrar meðvitundar. Iðkunin er sögð hafa almenn jákvæð áhrif á heilsu. mýkja skapgerð og auka \nðnám gegn hverskyns streitu. Bókin Zhuan Falun (Að snúa hjóli lögmálsins) eftir Li Hongzhi er mikilvægasta rit um hugmynda- fræðina. Falun Gong er kynningarrit sem mælt er með fyrir bvrjendur. Báðar bækurnar er hægt að sækja endurgjaldslaust á slóðina www.falundafa.org. baráttunni fyrir Falun Gong.“ Ofsóknir kínverskra stjórnvalda hafa settt mikið mark á fjölskyldu Jane. Mágkona hennar var dæmd í tveggja ára þrælkunarvinnu án sýnilegs tilefnis og hafði það og dauði eiginmanns hennar svo mikil áhrif á tengdaföður hennar að hann fékk áfall sem vakti upp sjúkdóm sem hann hafði haft og leiddi hann til dauða. Dóttir hans fékk ekki að vera við- stödd jarðarför hans nó heldur að heimsækja níu ára dóttur sína þegar hún varð veik. Sparar heilbrigðiskerfinu fé Lei Wang-Dragin, sem ferðaðist með Jane um Norð- urlöndin, er læknir og hefur búið í Svíþjóð í ellefu ár. Hún er gift sænskum manni og eiga þau 10 ára dóttur. Maður liennar hefur lært kínverska læknis- fræði og þau reka saman læknastofu í Gautaborg, auk þess sem Lei kennir Tai chi, Qigong og hugleiðslu. „Ég kynntist Falun Gong fyrir átta árum á Torgi hins himneska friðar í Peking og móðir mín kynntist því sama dag. Ég fór til Kína á hverju ári en mér hef- ur ekki verið hleypt inn í landið eftir að ofsóknirnar hófust þar sem ég er á svörtum lista. Móðir mín fær ekki heldur að heimsækja mig svo við höfum ekki sést í þrjú og háflt ár. Ég elska Kína og þrái að fá að sjá móður mína og fjölskyldu. Dóttur mína langar líka að hitta frændsystkin sín og kynnast þeim en hún fær það ekki.“ Lei segir að iðkun Falun Gong hafi mjög góð álirif á lieilsufar og hamingju fólks því það stuðli að lík- amlegri og andlegri vellíðan. Eftir að móðir hennar, sem er 67 ára, fór að iðka það hefur hún læknast af krankleikum eins og bakveiki og of háum blóðþrýst- ingi og losað sig við öll lyf. Hún segir að rannsóknir í Kína sýni að iðkun Falun Gong hafi sparað heil- brigðiskerfinu rnikið fé þar sem fólk fái sjaldnar al- varlega sjúkdóma eins og krabbamein. „Það er hins vegar ekki rétt að iðkendur Falun Gong neiti að taka inn lyf ef þörf er talin á því, eins og stjórnvöld í Kína hafa sagt fjölmiðlum á vestur- lönum. Hins vegar kennir iðkun Falun Gong okkur að bera ábyrgð á eigin heilsu í stað þess að treysta eingöngu á lyf frá læknum." Hægt er að fá meiri upplýsingar um Falun Gong á http://faluninfo.net og www.falundafa.org. Einnig er hægt að veita hjálp á síðunni www.helpfalun- gong.net og www.clearharmony.net. A síðunni www.fofg.org eru upplýsingar um mannréttinda- samtökin Friends of Falun Gong. EÞ 9

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.