Vera - 01.08.2002, Page 17

Vera - 01.08.2002, Page 17
sýning uppi á sviði eins og í öðrum löndum eða hékk eitthvað meira á spýtunni? I upphafi fengu erlendu dansararnir mánaðar dvalarleyfi eins og listamenn en þegar ljóst var hve umfangsmikil starfsemin var, hátt í 1000 leyfi veitt á ári, var reynt að koma bönd- um yfir hana með því að stöðunum var gert að sækja uni atvinnuleyfi fyrir stúlkur sem búa utan EES svæðisins og innheimta skatta og skyldur af dönsur- unum. Atvinnuleyfin voru þá veitt til þriggja eða fjögurra mánaða í senn, skattar innheimtir af upp- gefnum launum og dansarar látnar greiða í lífeyris- sjóð o.fl. Sú staðreynd vakti einmitt mikla athygli á ráðstefnunni í Tallinn en ekkert hinna Norðurland- anna veitir nektardönsurum atvinnuleyfi. Island er því eina landið sem lítur á nektardans sem löglega starfsemi og innheimtir skatta af tekjum sem þar er aflað. Þar með er orðinn lítill munur á því að gera vændi að löglegri starfsemi því skilgreining á vændi er ekki bara hefðbundnar samfarir heldur ýmis kon- ar kynlífsþjónusta sem staðfest hefur verið að getur farið fram í einkadansklefum. Þrír dansarar segja frá í maíblaði VERU 2001 var viðtal við þrjá nektardans- ara frá Lettlandi sem lýstu aðstæðum sínum á nekt- ardansstaðnum Bóhem við Grensásveg en nokkrar þeirra höfðu áður unnið á Maxim's í Reykjavík og sögðu að þar hefðu aðstæður verið svipaðar, sem og 17

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.