Vera - 01.08.2002, Side 18

Vera - 01.08.2002, Side 18
vera á öðrum nektardansstöðum hér á landi. Lýsingar þeirra minntu ekki á vinnu sem vernduð væri með atvinnuleyfum frá hinu opin- bera heldur á hreinan þrældóm. Þær fengu enga kauptryggingu fyrir að mæta í vinnuna og dansa alla nóttina. Launin fengust að- eins fyrir það að tæla menn til að bjóða sér drykki eða kaupa af þeim einkadans og fengu þær 25% af andvirði drykkjanna og 50% af því sem greitt var fyrir einkadansinn. Suma daga var lítið að gera og enginn einkadans seld- ur en af þeim tekjum sem þær öfl- uðu þurftu þær að greiða um- boðsmanni í heimalandi sínu 50.000 krónur á mánuði fyrir að hafa útvegað þeim vinnuna, eig- anda staðarins húsaleigu fyrir lé- leg herbergi sem þær deildu yfir- leitt með öðrum og þurftu þær að greiða skatt án persónuafsláttar eins og útlendingar þurfa að gera. Þær voru að borga fiugmiðann niður í áföngum og þær þurftu sjálfar að borga sýningarfötin og útvega tónlist við dansinn sem þær sýndu. Þær áttu því varla fyr- ir mat en neyttu þess meira af ró- andi lyfjum til að lifa þessar að- stæður af. Ymis ákvæði í samningi þeirra við eiganda nektardansstaðarins voru þvingandi og hrein mann- réttindabrot en sá samningur kom aldrei fyrir sjónir Vinnumála- 18 stofnunar sem samþykkti at- vinnuleyfin. Þangað var annar samningur sendur sem stúlkurnar sáu hins vegar aldrei. í samningn- um við þær voru t.d. ákvæði um 10.000 króna sekt ef þær komu nokkrum mínútum of seint og ákvæði um fría einkadansa sem þær ættu að dansa fyrir góðvini staðarins. Þær nutu engra veik- indadaga, þurftu sjálfar að greiða lækniskostnað og vissu ekki að þær gætu fengið það sem þær greiddu í lífeyrissjóð endurgreitt áður en þær yfirgæfu landið. Þeg- ar íslenskur vinur þeirra ætlaði að aðstoða þær við það kom hins veg- ar í ljós að eigandi Bóhem hafði ekki staðið skil á þessum greiðsl- um og þær gátu ekkert að gert. Bóhem-málið á lokastigi Eftir að stúlkurnar veittu þetta viðtal þorðu þær ekki að vera lengur í vinnunni enda þráðu þær það eitt að losna þaðan. Þegar Vera kom út voru þær komnar í skjól Kvennaathvarfsins og málið komið til rannsóknar hjá lögreg]- unni. Þá hafði vinkona þeirra frá Eistlandi bæst í hópinn og þær voru allar yfirheyrðar af lögreglu klukkustundum saman með að- stoð rússnesks túlks. Maður sem hafði haft milligöngu um að þær kæmu í viðtalið í Veru gaf lögregh unni líka skýrslu um viðskipti sín við nektardansstaðinn og viður- kenndi að hafa keypt þar vændi. Stúlkurnar báru líka að þær væru oft beðnar um að veita kynlífs- þjónustu í einkadansi og að eig- endur staðarins ætluðust til að þær gerðu það. Ef þær neituðu fengu þær skammir fyrir. Nú er liðið eitt ár og tæpir fjór- ir mánuðir síðan lögreglan hóf að rannsaka starfsemi Bóhem hátt og lágt. Rannsóknin var óvenju viða- mikil og um fimmtíu manns yfir- heyrð í tengslum við hana. Þegar einkadansklefarnir voru skoðaðir með sérstökum tækjum komu í ljós mörg merki um sæðisbletti. Bókhaldið var einnig skoðað vandlega vegna gruns um að þar væri ekki allt með felldu, eins og fram kom í frásögn stúlknanna um launagreiðslur o.fl. Málið er nú á lokastigi hjá Lögreglunni í Reykjavík og mun verða sent rík- issaksóknara innan skamms. Vinnumálastofnun hættir að gefa út atvinnuleyfi Eftir ráðstefnuna í Tallinn og um- ræður um hve vafasamt væri að íslensk stjórnvöld gæfu út at- vinnuleyfi til dansara sem hugs- anlega stunda vændi ákvað Gissur Pétursson forstjóri Vinnumála- stofnunar að hætta að veita at- vinnuleyfi á meðan verið væri að rannsaka hvort vændi væri stund- að á nektardansstöðum. Þetta til- kynnti hann ríkislögreglustjóra og gaf honum frest til 24. júlí til að gera eitthvað í málinu. Sá tími leið án þess að viðbrögð kæmu frá ríkislögreglustjóra og þar með sá Vinnumálastofnun sér ekki annað fært en halda áfram að gefa at- vinnuleyfin út. Á þessum tíma höfðu safnast upp um 40 umsókn- ir sem voru síðan afgreiddar. Gissur segir að eftir að bannið við einkadansi tók gildi hafi verið meira um að óskað væri eftir framlengingu á atvinnuleyfum heldur en að sótt hafi verið um fyrir nýjar stúlkur. Á þessu ári hafa verið veitt 56 ný atvinnu- leyfi og 34 leyfi framlengd. Fjöl- mennasti hópurinn er frá Tékk- landi og Ungverjalandi. Á Keflavíkurflugvelli hefur verið komið á fót samstarfi milli lögreglu og tollgæslu um að að- stoða þær stúlkur sem augsjáan- lega eru komnar hingað til lands til að stunda nektardans og ráða ekki fullkomlega sinni för. Slíkt samstarf er á milli aðila á öðrum flugstöðvum í Evrópu og felst m.a. í því að benda stúlkunum á hvar þær geti leitað aðstoðar ef jjær lenda í vandræðum í landinu sem þær eru að koma til. Þegar ljóst er um hvers konar glæpastarfsemi getur verið að ræða og að líf ungra stúlkna er í húfi hlýtur það að vera krafa almenn- ings að opinberir aðilar taki hönd- um saman um að vinna gegn því að starfsemi þar sem þær eru mis- notaðar þrífist í landinu. Á þann hátt geta þeir veitt viðnám gegn verslun með konur sem er baráttu- mál út um allan heim. Þegar rætt er um atvinnufrelsi í tengslum við einkadans og sagt að Jrað frelsi hafi verið skert með banninu er spurn- ingin: Frelsi hverra á að vernda?

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.